Formennirnir ræddu breytingar á fimm ákvæðum stjórnarskrárinnar Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Hall skrifa 30. júní 2018 13:51 Formennirnir ræddu breytingarnar á Þingvöllum. Fréttablaðið/ERNIR Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00
Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30