Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Rútuumferðin til og frá Skógarhlíð 10 angrar íbúa í Eskihlíð allan sólarhringinn að þeirra sögn. Fréttablaðið/Stefán Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00
Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00