Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2018 06:00 "Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir Sigurður Örn Hektorsson yfirlæknir og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
„Sístækkandi hópur fólks sem misnotar róandi ávanabindandi lyf og sterk verkjalyf er áhyggjuefni. Fólk þróar fljótt með sér vanabindingu í lyfin,“ segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild Landspítalans. Sigurður Örn greinir ákveðna þróun í neyslu vímugjafa. Aukinni neyslu á harðari vímugjöfum fylgi ofnotkun á róandi lyfjum. „Við sjáum vaxandi sprautuneyslu hjá yngra fólki á síðustu misserum og meiri neyslu harðari vímuefna á borð við kókaín, amfetamín og rítalín,“ segir hann. „Aukningunni fylgir ofnotkun á róandi lyfjum, það er töluvert breytt mynstur sem við sjáum sem þarf að bregðast strax við.“ Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Álfgeir Kristjánsson, dósent í sálfræði, sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja.Sjá einnig: Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Sigurður Örn er meðal sérfræðinga í starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðherra um gerð tillagna til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Hópurinn skilaði tillögum í níu liðum í lok maí. Meðal annars lagði starfshópurinn til að aðgangur að ávanabindandi lyfjum yrði takmarkaður, fræðsla aukin bæði hjá fagstéttum og almenningi og eftirlit hert með ávísanavenjum lækna. „Það þarf að bregðast strax við og draga úr ávísunum þessara lyfja og einnig að draga úr því magni sem er í umferð,“ segir hann og vísar til sölu lyfjanna á svörtum markaði. „Við skerum okkur úr meðal þjóða hvað varðar mikla lyfjanotkun. Hér hafa skapast væntingar um lyf sem alhliða lausn,“ segir Sigurður Örn. „Þegar slíkar væntingar eru ráðandi og mikið magn lyfjanna í umferð eykst hættan á rangri notkun þeirra,“ segir hann. „Við þurfum nauðsynlega að opna umræðuna um þessi lyf og lyfjamenningu. Ég starfaði lengi sem heimilislæknir og það er mikill þrýstingur á lækna að skrifa út þessi lyf,“ segir hann. „Við þurfum að gæta að góðum meðferðarúrræðum fyrir þá sem glíma við fíkn. Í Bandaríkjunum hefur verið mikil herferð gegn ópíóðalyfjum og lyfjaávísunum. Þeir hafa náð umtalsverðum árangri. En á sama tíma eru dauðsföll vegna ólöglegra lyfja fleiri,“ segir Sigurður Örn.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00
Gríðarlegt framboð af sterkum róandi lyfjum á svörtum markaði hérlendis Gríðarlegt framboð er af svonefndum Xanax töflum hér á landi um þessar mundir samkvæmt heimildum fréttastofu. Efnið ku njóta vaxandi vinsælda og er misnotað í sífellt meira mæli. 19. júní 2018 14:56