Teiknar fleyg íslensk orð í villtri náttúru Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 28. júní 2018 06:00 Sólveig Eva er spennt fyrir sinni fyrstu myndskreytisýningu um helgina á Reykjavík Fringe Festival. Fréttablaðið/Stefán Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Myndskreytirinn Sólveig Eva heldur sýningu sína Orð um komandi helgi með verkum sínum af orðum úr íslenskri tungu umvöfðum villtum íslenskum gróðri. Sýningin verður opnuð á Hlemmi Square 1. júlí kl. 20 og stendur til 8. júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig Eva heldur sýningu en hún hefur meðal annars myndskreytt fyrir Starbucks í Bretlandi, Matís á Íslandi og innanhúss verkefni fyrir Landor í Sydney. „Ég gerði litabók úr stafrófi sem hægt er að nálgast á heimasíðunni minni, www.solaevadraws.com. Ef fólk hefur áhuga þá er hægt að hlaða henni niður ókeypis. En svo í kjölfarið fékk ég hugmynd að því að teikna íslensk orð og datt fyrst í hug jæja, mjög íslenskt orð. Síðan hélt ég áfram að finna önnur fleyg orð; jújú, já og jahá,“ segir Sólveig Eva, sem gjarnan er kölluð Sóla. „Svo ef maður segir þetta allt á innsoginu þá bætist menningarblærinn við.“ Einstaklega fallegar teiknaðar myndir eftir Sólu.Hún sá listahátíðina Reykjavík Fringe Festival auglýsa eftir þátttakendum og ákvað að slá til en hátíðin fer fyrir ýmsum listrænum gjörningum, myndlist og leiklist. Sólu er margt til lista lagt en utan þess að teikna fallega þá er hún leikkona og fyrirsæta í New York. Hún lærði leiklist í Rose Bruford í London en var nú að ljúka við seríu tvö af sjónvarpsþáttum á TruTV sem grínistinn Jon Glaser skrifar þar sem hún fer með aðalhlutverk. „Það er mjög gaman að leika í þáttunum. Þeir eru mikið í improv- stíl, sem byggir á spuna og ég er búin að vera mikið í hér í New York,“ segir Sóla. „Í síðustu seríu fékk ég að leika með Michael Shannon og Janeane Garofalo og Jon Hodgman sem er draumur í dós og þetta er rosalega skemmtilegt þó svo að persónan mín sé óttaleg sætustelpa.“ Sóla er einnig í leikhópi með gömlum skólafélögum úr Rose Bruford og vinnur nú að útvarpsþáttum ásamt Bergdísi Júlíu Jóhannsdóttur. Hægt verður að kaupa myndaplaköt eða póstkort með listaverkum Sólu á sýningunni eða hafa samband við hana í gegnum heimasíðuna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira