Jaðarvettvangur fyrir öðruvísi list Brynhildur Björnsdóttir skrifar 29. júní 2018 11:00 Jessica LoMonaco hefur búið á Íslandi í fjögur ár en bjó áður í New York. Hér er hún í Iðnó þar sem hún hefur stýrt listviðburðum. Vísir/Ernir Jessica Lo Monaco ákvað að leggja listirnar á hilluna þegar hún flutti til Íslands frá New York en örlögin höfðu engan áhuga á því að leyfa henni það. Nú er hún ein af listrænum stjórnendum Rauða skáldahússins og í framkvæmdateymi jaðarlistahátíðarinnar Reykjavík Fringe sem hefst á sunnudaginn. „Ég óx úr grasi í Brooklyn í New York í hverfi sem heitir Bensonhurst og er best þekkt úr mafíumyndum,“ segir Jessica þegar við höfum hreiðrað um okkur á kaffihúsi í Borgartúninu. „Ég kem úr tveimur mjög ólíkum áttum, ég ólst upp hjá einstæðri hippamóður af gyðingaættum og við vorum bara tvær en pabbi var aftur af ítölskum ættum og hans fjölskylda var risastór, mikið af krökkum og mikil læti. Svo þetta voru mjög ólíkir heimar og ég er lituð af báðum.“ Hún lærði leiklist í háskóla og útskrifaðist tvítug, í sömu viku og hún giftist manninum sínum, Orra Eiríkssyni LoMonaco sem hún kynntist þegar hann var í námi í New York. „Við kynntumst gegnum nördalegan spilahóp á netinu,“ segir hún brosandi. „Hann var að fá fullt af fólki í heimsókn frá Íslandi og sameiginlegur vinur bað mig um að sýna þeim Manhattan. Ég var að vinna í sirkus á þessum tíma og bauð þeim að koma á sýningu og svo myndi ég sýna þeim bæinn. Þannig kynntumst við en fórum svo ekki að vera saman fyrr en í kveðjupartíinu hans. Þá fannst okkur alveg vonlaust að reyna að búa til eitthvert millilandasamband en ári seinna vorum við trúlofuð.“ Eftir útskrift vann Jessica á söfnum í nokkur ár og stefndi á að fara í framhaldsnám í miðaldafræði með áherslu á víkingatímann en komst ekki að í skólann sem hún hafði hug á að fara í.Þegar ég kom fyrst til Íslands fékk ég strax á tilfinninguna að ég væri komin heim. Mér hefur aldrei liðið þannig neins staðar annars staðar, ekki einu sinni í New York. Þegar dóttir mín var eins og hálfs árs spurði einn vinur minn mig af hverju ég væri ekki á Íslandi, ég gæti farið þangað og búið þar og mér datt engin ástæða í hug,“ segir Jessica aðspurð um tildrög þess að þau fluttu til Íslands. „Svo ég talaði við manninn minn þetta sama kvöld og spurði: eigum við ekki bara að flytja til Íslands? Og við byrjuðum að undirbúa það. Við fluttum hingað til að vera nær fjölskyldu mannsins míns og til að börnin fái betri menntun. Dagvistun er mjög dýr í New York og hefði til dæmis kostað öll launin mín ef ég hefði farið að vinna og sett bara annað barnið í dagvistun. Við höfum verið hér í fjögur ár og ég finn alltaf betur og betur að ég vil hvergi annars staðar vera,“ segir Jessica og bætir við að íslenskan sé öll að koma. „Ég les íslensku og skila hana en málfræðin er enn þá aðeins að þvælast fyrir mér, enda er hún mjög erfið.“Jessica í þemanu Draumur á Jónsmessunótt í Rauða skáldahúsinu.MYND/HRAFNAÖrlögin í listinni Jessica hafði verið í leiklist síðan hún var þrettán ára, meðal annars unnið í virtu unglingaleikhúsi í New York sem heitir The Possibility Project en þegar hún flutti hingað var hún búin að ákveða að taka aðra stefnu. „Við áttum lítil börn og ég var sannfærð um að það væri erfitt að samræma það vinnutímanum í leikhúsinu auk þess sem ég hafði heyrt að leikhúsheimurinn á Íslandi væri frekar lokaður. Svo ég sá mig fyrir mér í safnavinnu frekar enda elska ég söfn.“ En örlögin gripu í taumana í líki rithöfundarins og þýðandans Meg Matich sem er líka frá New York og líka með ástríðu fyrir Íslandi, einkum þó íslenskum bókmenntum. „Við Meg vorum saman í íslensku í háskólanum og hún kom að mér einn daginn og sagði: Við ætlum að vera vinkonur, fáum okkur kaffi saman. Og í kaffinu spurði hún: hefurðu einhvern tíma heyrt um Poetry Brothel? Og viku seinna var ég komin á kaf í Rauða skáldahúsið en hún, ég og Nanna Gunnars leikkona stjórnum því. Þetta átti bara að gerast.“ Rauða skáldahúsið er skemmtileg viðbót við íslenskt næturlíf og er blanda af ljóðakvöldi, leikhúsi og kabarett, þar sem ljóðskáld selja gestum einkalestra í náinni umgjörð. Kvöldin hafa verið haldin í Iðnó og er húsinu breytt í gleðihús frá bannárunum eina kvöldstund þar sem ljóðalestur, dans og ýmsar uppákomur fara fram, ýmist fyrir opnum tjöldum eða fyrir einn áhorfanda í senn. „Rauða skáldahúsið er í raun heimili fyrir alls kyns jaðarlistir sem eru ástríða okkar allra. Rauða skáldahúsið hefur nú farið fram fimm sinnum og verður í sjötta sinn á Reykjavík Fringe Festival sem hefst á sunnudaginn og við þrjár, ég, Nanna og Meg, erum í forsvari fyrir ásamt fleirum.“Jaðarlistahátíð í fyrsta sinn Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavík Fringe hátíðin er haldin. „Nanna er svona kona sem framkvæmir,“ segir Jessica. „Hún kom til okkar Meg í byrjun apríl og sagði: Það var víst reynt að setja upp Reykjavík Fringe í fyrra en gekk ekki upp. Ég er að spá í að prófa núna. Og við spurðum: Hvenær? Og hún svaraði: eftir þrjá mánuði. Og við sögðum bara: já hvað þarftu? og byrjuðum að vinna. Við höfðum samband við vin minn Sindra Þór Sigríðarson, sem er gerandi eins og hún, og hann tók að sér að vera fjármálastjórinn og fleira. Og nú er þetta bara að gerast, opnunarkvöldið er á sunnudaginn.“ Reykjavík Fringe er engin smáhátíð en 131 sýning verður undir merkjum hátíðarinnar í næstu viku, flestar milli 4. og 8. júlí. Hátíðin fer fram á níu stöðum og bæði íslenskir og erlendir listamenn taka þátt. „Meðfram hátíðinni fengum við styrk til að koma á sambandi við jaðarlistahátíðir á hinum Norðurlöndunum svo hluti af hátíðinni er ráðstefna til að tengjast og vinna saman. Við munum svo hittast aftur í september í Stokkhólmi og halda áfram að mynda og efla tengslin.“ Jaðarlist er skilgreind sem list sem ekki tilheyrir hinu hefðbundna listasamfélagi. „Listgreinar eins og uppistand, kabarett og spuni svo dæmi séu tekin,“ segir Jessica. „Við verðum með stuttmyndir, myndlistarsýningar og samstarfsaðila eins og burlesquehópinn Dömur og herra, Drag-Súg og Improv Iceland því auðvitað eru íslensku jaðarlistahóparnir með enda er andinn í þessari senu hér svo góður og jákvæður, ekki samkeppni heldur samstarf. Við viljum á hátíðinni fagna fjölbreyttum listformum, hleypa þeim á svið sem komast ekki á stóru sviðin til að miðla sinni list og boðskap. Ef þú ert með hugmynd, þá gefum við þér svið til að koma henni á framfæri og áhorfendur sem hafa ánægju af þessum listformum.“Dagskrá hátíðarinnar.Ekki síst um ófullkomnun Uppistand, kabarett og spuni hafa sannarlega slegið í gegn hérlendis að undanförnu og virðist ekkert lát á. Spurð að því hvernig hún skýri þessar vinsældir segir Jessica listina alltaf vera spegil samfélagsins. „Ég held að þessi mörgu listform endurspegli breytingarnar sem eru í samfélaginu þegar æ fleiri jaðarhópar eru að fá rödd og verða sýnilegir og finna sér list og tjáningarform sem henta þeim og áhorfendur vilja sjá þessa list og þessa tegund afþreyingar. Listin er drifkraftur breytinga og birtingarmynd þeirra í senn. Listin fær fólk til að tala og þannig verða breytingar á samfélaginu. Listamennirnir á jaðrinum eru ástríðufullir, langar að breyta og vilja hafa áhrif á samfélagið sitt og það er frábært að geta boðið upp á vettvang fyrir þessi skilaboð.“ Reykjavík Fringe hátíðin hefst á sunnudagskvöld með opnunarhátíð á Hlemmi Square en svo rekur hver viðburðurinn annan. Hægt er að kaupa aðgangsarmband sem gildir á alla viðburði en svo er misjafnt hvað og hvort kostar eitthvað inn á viðburði. Eitt af því sem hátíðarstjórnendur eru að setja saman er fyrirlestraröð sem heitir Epic Fails og segir frá mistökum og hvernig er hægt að vinna á þeim. „Jaðarlistirnar fjalla nefnilega ekki síst um ófullkomnun, hið ófullkomna líf sem er hið raunverulega og það er alltaf hægt að snúa til baka,“ segir Jessica að lokum, sem hefur samt greinilega hreiðrað þannig um sig á Íslandi að hún er ekki að fara í bráð. Nánari upplýsingar má finna á rvkfringe.is og á Facebook-síðunni Reykjavik Fringe Festival. Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Jessica Lo Monaco ákvað að leggja listirnar á hilluna þegar hún flutti til Íslands frá New York en örlögin höfðu engan áhuga á því að leyfa henni það. Nú er hún ein af listrænum stjórnendum Rauða skáldahússins og í framkvæmdateymi jaðarlistahátíðarinnar Reykjavík Fringe sem hefst á sunnudaginn. „Ég óx úr grasi í Brooklyn í New York í hverfi sem heitir Bensonhurst og er best þekkt úr mafíumyndum,“ segir Jessica þegar við höfum hreiðrað um okkur á kaffihúsi í Borgartúninu. „Ég kem úr tveimur mjög ólíkum áttum, ég ólst upp hjá einstæðri hippamóður af gyðingaættum og við vorum bara tvær en pabbi var aftur af ítölskum ættum og hans fjölskylda var risastór, mikið af krökkum og mikil læti. Svo þetta voru mjög ólíkir heimar og ég er lituð af báðum.“ Hún lærði leiklist í háskóla og útskrifaðist tvítug, í sömu viku og hún giftist manninum sínum, Orra Eiríkssyni LoMonaco sem hún kynntist þegar hann var í námi í New York. „Við kynntumst gegnum nördalegan spilahóp á netinu,“ segir hún brosandi. „Hann var að fá fullt af fólki í heimsókn frá Íslandi og sameiginlegur vinur bað mig um að sýna þeim Manhattan. Ég var að vinna í sirkus á þessum tíma og bauð þeim að koma á sýningu og svo myndi ég sýna þeim bæinn. Þannig kynntumst við en fórum svo ekki að vera saman fyrr en í kveðjupartíinu hans. Þá fannst okkur alveg vonlaust að reyna að búa til eitthvert millilandasamband en ári seinna vorum við trúlofuð.“ Eftir útskrift vann Jessica á söfnum í nokkur ár og stefndi á að fara í framhaldsnám í miðaldafræði með áherslu á víkingatímann en komst ekki að í skólann sem hún hafði hug á að fara í.Þegar ég kom fyrst til Íslands fékk ég strax á tilfinninguna að ég væri komin heim. Mér hefur aldrei liðið þannig neins staðar annars staðar, ekki einu sinni í New York. Þegar dóttir mín var eins og hálfs árs spurði einn vinur minn mig af hverju ég væri ekki á Íslandi, ég gæti farið þangað og búið þar og mér datt engin ástæða í hug,“ segir Jessica aðspurð um tildrög þess að þau fluttu til Íslands. „Svo ég talaði við manninn minn þetta sama kvöld og spurði: eigum við ekki bara að flytja til Íslands? Og við byrjuðum að undirbúa það. Við fluttum hingað til að vera nær fjölskyldu mannsins míns og til að börnin fái betri menntun. Dagvistun er mjög dýr í New York og hefði til dæmis kostað öll launin mín ef ég hefði farið að vinna og sett bara annað barnið í dagvistun. Við höfum verið hér í fjögur ár og ég finn alltaf betur og betur að ég vil hvergi annars staðar vera,“ segir Jessica og bætir við að íslenskan sé öll að koma. „Ég les íslensku og skila hana en málfræðin er enn þá aðeins að þvælast fyrir mér, enda er hún mjög erfið.“Jessica í þemanu Draumur á Jónsmessunótt í Rauða skáldahúsinu.MYND/HRAFNAÖrlögin í listinni Jessica hafði verið í leiklist síðan hún var þrettán ára, meðal annars unnið í virtu unglingaleikhúsi í New York sem heitir The Possibility Project en þegar hún flutti hingað var hún búin að ákveða að taka aðra stefnu. „Við áttum lítil börn og ég var sannfærð um að það væri erfitt að samræma það vinnutímanum í leikhúsinu auk þess sem ég hafði heyrt að leikhúsheimurinn á Íslandi væri frekar lokaður. Svo ég sá mig fyrir mér í safnavinnu frekar enda elska ég söfn.“ En örlögin gripu í taumana í líki rithöfundarins og þýðandans Meg Matich sem er líka frá New York og líka með ástríðu fyrir Íslandi, einkum þó íslenskum bókmenntum. „Við Meg vorum saman í íslensku í háskólanum og hún kom að mér einn daginn og sagði: Við ætlum að vera vinkonur, fáum okkur kaffi saman. Og í kaffinu spurði hún: hefurðu einhvern tíma heyrt um Poetry Brothel? Og viku seinna var ég komin á kaf í Rauða skáldahúsið en hún, ég og Nanna Gunnars leikkona stjórnum því. Þetta átti bara að gerast.“ Rauða skáldahúsið er skemmtileg viðbót við íslenskt næturlíf og er blanda af ljóðakvöldi, leikhúsi og kabarett, þar sem ljóðskáld selja gestum einkalestra í náinni umgjörð. Kvöldin hafa verið haldin í Iðnó og er húsinu breytt í gleðihús frá bannárunum eina kvöldstund þar sem ljóðalestur, dans og ýmsar uppákomur fara fram, ýmist fyrir opnum tjöldum eða fyrir einn áhorfanda í senn. „Rauða skáldahúsið er í raun heimili fyrir alls kyns jaðarlistir sem eru ástríða okkar allra. Rauða skáldahúsið hefur nú farið fram fimm sinnum og verður í sjötta sinn á Reykjavík Fringe Festival sem hefst á sunnudaginn og við þrjár, ég, Nanna og Meg, erum í forsvari fyrir ásamt fleirum.“Jaðarlistahátíð í fyrsta sinn Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavík Fringe hátíðin er haldin. „Nanna er svona kona sem framkvæmir,“ segir Jessica. „Hún kom til okkar Meg í byrjun apríl og sagði: Það var víst reynt að setja upp Reykjavík Fringe í fyrra en gekk ekki upp. Ég er að spá í að prófa núna. Og við spurðum: Hvenær? Og hún svaraði: eftir þrjá mánuði. Og við sögðum bara: já hvað þarftu? og byrjuðum að vinna. Við höfðum samband við vin minn Sindra Þór Sigríðarson, sem er gerandi eins og hún, og hann tók að sér að vera fjármálastjórinn og fleira. Og nú er þetta bara að gerast, opnunarkvöldið er á sunnudaginn.“ Reykjavík Fringe er engin smáhátíð en 131 sýning verður undir merkjum hátíðarinnar í næstu viku, flestar milli 4. og 8. júlí. Hátíðin fer fram á níu stöðum og bæði íslenskir og erlendir listamenn taka þátt. „Meðfram hátíðinni fengum við styrk til að koma á sambandi við jaðarlistahátíðir á hinum Norðurlöndunum svo hluti af hátíðinni er ráðstefna til að tengjast og vinna saman. Við munum svo hittast aftur í september í Stokkhólmi og halda áfram að mynda og efla tengslin.“ Jaðarlist er skilgreind sem list sem ekki tilheyrir hinu hefðbundna listasamfélagi. „Listgreinar eins og uppistand, kabarett og spuni svo dæmi séu tekin,“ segir Jessica. „Við verðum með stuttmyndir, myndlistarsýningar og samstarfsaðila eins og burlesquehópinn Dömur og herra, Drag-Súg og Improv Iceland því auðvitað eru íslensku jaðarlistahóparnir með enda er andinn í þessari senu hér svo góður og jákvæður, ekki samkeppni heldur samstarf. Við viljum á hátíðinni fagna fjölbreyttum listformum, hleypa þeim á svið sem komast ekki á stóru sviðin til að miðla sinni list og boðskap. Ef þú ert með hugmynd, þá gefum við þér svið til að koma henni á framfæri og áhorfendur sem hafa ánægju af þessum listformum.“Dagskrá hátíðarinnar.Ekki síst um ófullkomnun Uppistand, kabarett og spuni hafa sannarlega slegið í gegn hérlendis að undanförnu og virðist ekkert lát á. Spurð að því hvernig hún skýri þessar vinsældir segir Jessica listina alltaf vera spegil samfélagsins. „Ég held að þessi mörgu listform endurspegli breytingarnar sem eru í samfélaginu þegar æ fleiri jaðarhópar eru að fá rödd og verða sýnilegir og finna sér list og tjáningarform sem henta þeim og áhorfendur vilja sjá þessa list og þessa tegund afþreyingar. Listin er drifkraftur breytinga og birtingarmynd þeirra í senn. Listin fær fólk til að tala og þannig verða breytingar á samfélaginu. Listamennirnir á jaðrinum eru ástríðufullir, langar að breyta og vilja hafa áhrif á samfélagið sitt og það er frábært að geta boðið upp á vettvang fyrir þessi skilaboð.“ Reykjavík Fringe hátíðin hefst á sunnudagskvöld með opnunarhátíð á Hlemmi Square en svo rekur hver viðburðurinn annan. Hægt er að kaupa aðgangsarmband sem gildir á alla viðburði en svo er misjafnt hvað og hvort kostar eitthvað inn á viðburði. Eitt af því sem hátíðarstjórnendur eru að setja saman er fyrirlestraröð sem heitir Epic Fails og segir frá mistökum og hvernig er hægt að vinna á þeim. „Jaðarlistirnar fjalla nefnilega ekki síst um ófullkomnun, hið ófullkomna líf sem er hið raunverulega og það er alltaf hægt að snúa til baka,“ segir Jessica að lokum, sem hefur samt greinilega hreiðrað þannig um sig á Íslandi að hún er ekki að fara í bráð. Nánari upplýsingar má finna á rvkfringe.is og á Facebook-síðunni Reykjavik Fringe Festival.
Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira