Var illa brugðið þegar hann sá fréttina um að forngripunum hefði verið hent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2018 16:45 Arró Stefánsson segir forngripina sem lentu í nytjagámi Góða hirðisins ómetanlega. Arró Stefánsson, sjónvarps-og kvikmyndatökumaður, segir að hann hafi nánast fengið hjartaáfall og taugaáfall, svo illa brugðið var honum, þegar hann sá frétt í Morgunblaðinu um liðna helgi þess efnis að sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leituðu upplýsinga um fjölda forngripa sem bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins í byrjun mánaðarins. Gripirnir eru nefnilega í hans eigu en frænka hans henti þeim óvart þegar hún var að taka til í geymslu. Arró er staddur í Tævan um þessar mundir og það var því um miðja nótt sem síminn hans byrjaði að „víbra“ og „pinga“ á fullu en fjölskylda og vinir höfðu þá séð frétt Morgunblaðsisn um gripina. „Síminn hættir ekki að „víbra“ svo maður hugsar með sér að þetta hljóti að vera eitthvað merkilegt og ég tékka á þessu. Fyrstu skilaboðin sem ég sé eru bara „Átt þú þetta?!“ Ég bara „Ha?“ en sé að þetta er einhver grein og lít á hana og þá sé ég munina mína þarna. Ég fæ næstum því hjartaáfall plús taugaáfall þegar ég sé þetta. Þetta var bara algjör martröð,“ segir Arró í samtali við Vísi.„Það má segja guð blessi letina í henni“ Hann hafi velt því fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst og hvað hann ætti að gera. Stuttu síðar fær hann síðan skilaboð frá frændfólki sínu sem segir honum að frænka hans hafi verið að tæma úr geymslu og þau gruni að hún hafi hent einhverju sem átti ekki að henda því þau viti að hann hafi lengi safnað fornmunum. „Málið er að ég vinn sem sjónvarps-og kvikmyndatökumaður þannig að ég ferðast mikið og flyt á milli staða. Þannig að þessir munir sem mér þykir vænst um og eru dýrmætastir, ég geymi þá alltaf á tilteknum stöðum því ég vil ekki vera að taka þá með mér ef eitthvað skyldi gerast. Ég reiknaði bara ekki með að frænka mín myndi byrja að henda einhverju sem hún vissi ekki hvað var,“ segir Arró. Hann segir að frænka hans hafi aðallega verið að henda fötum. „Þetta var eiginlega dálítið þannig að það má segja guð blessi letina í henni. Hún var aðallega að henda fötum og tók þetta box með í þeim túr á haugana. Hún fer í gáminn, heldur á boxinu og hugsaði með sér hvort hún nennti að labba þessa fimm til tíu metra í næsta gám til að henda. En hún nennti því svo hún skildi þetta bara eftir með fötunum í nytjagáminum svo þess vegna lenti þetta í Góða hirðinum, annars hefði þetta bara horfið.“Elsti gripurinn 3000 ára gamall Alls voru 39 munir í boxinu sem hafði verið vafið inn í salernispappír, oddar og örvar af spjótum, axarhöfuð, sveigðar járnþynnur og fleira. Allt eru þetta mjög fágætir gripir og segir Arró þá ómetanlega en sá elsti er 3000 ára gamall. Það er bronssverð frá lokum bronsaldar. Enginn af mununum er frá Íslandi að sögn Arró heldur eru þeir flestir frá Evrópu. „Þarna eru vopn frá Forn-Grikklandi, Rómaveldi, frá miðöldum og frá Þýskalandi,“ segir Arró sem hefur verið að safna forngripum frá því hann var 10, 11 ára gamall. Arró er kominn í samband við Þjóðminjasafnið og reiknar með að málið fái farsælan endi. Þá hefur hann sagt við safnið að ef vilji sé til að sýna munina þá vilji hann lána þá til þess. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Arró Stefánsson, sjónvarps-og kvikmyndatökumaður, segir að hann hafi nánast fengið hjartaáfall og taugaáfall, svo illa brugðið var honum, þegar hann sá frétt í Morgunblaðinu um liðna helgi þess efnis að sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leituðu upplýsinga um fjölda forngripa sem bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins í byrjun mánaðarins. Gripirnir eru nefnilega í hans eigu en frænka hans henti þeim óvart þegar hún var að taka til í geymslu. Arró er staddur í Tævan um þessar mundir og það var því um miðja nótt sem síminn hans byrjaði að „víbra“ og „pinga“ á fullu en fjölskylda og vinir höfðu þá séð frétt Morgunblaðsisn um gripina. „Síminn hættir ekki að „víbra“ svo maður hugsar með sér að þetta hljóti að vera eitthvað merkilegt og ég tékka á þessu. Fyrstu skilaboðin sem ég sé eru bara „Átt þú þetta?!“ Ég bara „Ha?“ en sé að þetta er einhver grein og lít á hana og þá sé ég munina mína þarna. Ég fæ næstum því hjartaáfall plús taugaáfall þegar ég sé þetta. Þetta var bara algjör martröð,“ segir Arró í samtali við Vísi.„Það má segja guð blessi letina í henni“ Hann hafi velt því fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst og hvað hann ætti að gera. Stuttu síðar fær hann síðan skilaboð frá frændfólki sínu sem segir honum að frænka hans hafi verið að tæma úr geymslu og þau gruni að hún hafi hent einhverju sem átti ekki að henda því þau viti að hann hafi lengi safnað fornmunum. „Málið er að ég vinn sem sjónvarps-og kvikmyndatökumaður þannig að ég ferðast mikið og flyt á milli staða. Þannig að þessir munir sem mér þykir vænst um og eru dýrmætastir, ég geymi þá alltaf á tilteknum stöðum því ég vil ekki vera að taka þá með mér ef eitthvað skyldi gerast. Ég reiknaði bara ekki með að frænka mín myndi byrja að henda einhverju sem hún vissi ekki hvað var,“ segir Arró. Hann segir að frænka hans hafi aðallega verið að henda fötum. „Þetta var eiginlega dálítið þannig að það má segja guð blessi letina í henni. Hún var aðallega að henda fötum og tók þetta box með í þeim túr á haugana. Hún fer í gáminn, heldur á boxinu og hugsaði með sér hvort hún nennti að labba þessa fimm til tíu metra í næsta gám til að henda. En hún nennti því svo hún skildi þetta bara eftir með fötunum í nytjagáminum svo þess vegna lenti þetta í Góða hirðinum, annars hefði þetta bara horfið.“Elsti gripurinn 3000 ára gamall Alls voru 39 munir í boxinu sem hafði verið vafið inn í salernispappír, oddar og örvar af spjótum, axarhöfuð, sveigðar járnþynnur og fleira. Allt eru þetta mjög fágætir gripir og segir Arró þá ómetanlega en sá elsti er 3000 ára gamall. Það er bronssverð frá lokum bronsaldar. Enginn af mununum er frá Íslandi að sögn Arró heldur eru þeir flestir frá Evrópu. „Þarna eru vopn frá Forn-Grikklandi, Rómaveldi, frá miðöldum og frá Þýskalandi,“ segir Arró sem hefur verið að safna forngripum frá því hann var 10, 11 ára gamall. Arró er kominn í samband við Þjóðminjasafnið og reiknar með að málið fái farsælan endi. Þá hefur hann sagt við safnið að ef vilji sé til að sýna munina þá vilji hann lána þá til þess.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira