Var illa brugðið þegar hann sá fréttina um að forngripunum hefði verið hent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júní 2018 16:45 Arró Stefánsson segir forngripina sem lentu í nytjagámi Góða hirðisins ómetanlega. Arró Stefánsson, sjónvarps-og kvikmyndatökumaður, segir að hann hafi nánast fengið hjartaáfall og taugaáfall, svo illa brugðið var honum, þegar hann sá frétt í Morgunblaðinu um liðna helgi þess efnis að sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leituðu upplýsinga um fjölda forngripa sem bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins í byrjun mánaðarins. Gripirnir eru nefnilega í hans eigu en frænka hans henti þeim óvart þegar hún var að taka til í geymslu. Arró er staddur í Tævan um þessar mundir og það var því um miðja nótt sem síminn hans byrjaði að „víbra“ og „pinga“ á fullu en fjölskylda og vinir höfðu þá séð frétt Morgunblaðsisn um gripina. „Síminn hættir ekki að „víbra“ svo maður hugsar með sér að þetta hljóti að vera eitthvað merkilegt og ég tékka á þessu. Fyrstu skilaboðin sem ég sé eru bara „Átt þú þetta?!“ Ég bara „Ha?“ en sé að þetta er einhver grein og lít á hana og þá sé ég munina mína þarna. Ég fæ næstum því hjartaáfall plús taugaáfall þegar ég sé þetta. Þetta var bara algjör martröð,“ segir Arró í samtali við Vísi.„Það má segja guð blessi letina í henni“ Hann hafi velt því fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst og hvað hann ætti að gera. Stuttu síðar fær hann síðan skilaboð frá frændfólki sínu sem segir honum að frænka hans hafi verið að tæma úr geymslu og þau gruni að hún hafi hent einhverju sem átti ekki að henda því þau viti að hann hafi lengi safnað fornmunum. „Málið er að ég vinn sem sjónvarps-og kvikmyndatökumaður þannig að ég ferðast mikið og flyt á milli staða. Þannig að þessir munir sem mér þykir vænst um og eru dýrmætastir, ég geymi þá alltaf á tilteknum stöðum því ég vil ekki vera að taka þá með mér ef eitthvað skyldi gerast. Ég reiknaði bara ekki með að frænka mín myndi byrja að henda einhverju sem hún vissi ekki hvað var,“ segir Arró. Hann segir að frænka hans hafi aðallega verið að henda fötum. „Þetta var eiginlega dálítið þannig að það má segja guð blessi letina í henni. Hún var aðallega að henda fötum og tók þetta box með í þeim túr á haugana. Hún fer í gáminn, heldur á boxinu og hugsaði með sér hvort hún nennti að labba þessa fimm til tíu metra í næsta gám til að henda. En hún nennti því svo hún skildi þetta bara eftir með fötunum í nytjagáminum svo þess vegna lenti þetta í Góða hirðinum, annars hefði þetta bara horfið.“Elsti gripurinn 3000 ára gamall Alls voru 39 munir í boxinu sem hafði verið vafið inn í salernispappír, oddar og örvar af spjótum, axarhöfuð, sveigðar járnþynnur og fleira. Allt eru þetta mjög fágætir gripir og segir Arró þá ómetanlega en sá elsti er 3000 ára gamall. Það er bronssverð frá lokum bronsaldar. Enginn af mununum er frá Íslandi að sögn Arró heldur eru þeir flestir frá Evrópu. „Þarna eru vopn frá Forn-Grikklandi, Rómaveldi, frá miðöldum og frá Þýskalandi,“ segir Arró sem hefur verið að safna forngripum frá því hann var 10, 11 ára gamall. Arró er kominn í samband við Þjóðminjasafnið og reiknar með að málið fái farsælan endi. Þá hefur hann sagt við safnið að ef vilji sé til að sýna munina þá vilji hann lána þá til þess. Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Arró Stefánsson, sjónvarps-og kvikmyndatökumaður, segir að hann hafi nánast fengið hjartaáfall og taugaáfall, svo illa brugðið var honum, þegar hann sá frétt í Morgunblaðinu um liðna helgi þess efnis að sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leituðu upplýsinga um fjölda forngripa sem bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins í byrjun mánaðarins. Gripirnir eru nefnilega í hans eigu en frænka hans henti þeim óvart þegar hún var að taka til í geymslu. Arró er staddur í Tævan um þessar mundir og það var því um miðja nótt sem síminn hans byrjaði að „víbra“ og „pinga“ á fullu en fjölskylda og vinir höfðu þá séð frétt Morgunblaðsisn um gripina. „Síminn hættir ekki að „víbra“ svo maður hugsar með sér að þetta hljóti að vera eitthvað merkilegt og ég tékka á þessu. Fyrstu skilaboðin sem ég sé eru bara „Átt þú þetta?!“ Ég bara „Ha?“ en sé að þetta er einhver grein og lít á hana og þá sé ég munina mína þarna. Ég fæ næstum því hjartaáfall plús taugaáfall þegar ég sé þetta. Þetta var bara algjör martröð,“ segir Arró í samtali við Vísi.„Það má segja guð blessi letina í henni“ Hann hafi velt því fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst og hvað hann ætti að gera. Stuttu síðar fær hann síðan skilaboð frá frændfólki sínu sem segir honum að frænka hans hafi verið að tæma úr geymslu og þau gruni að hún hafi hent einhverju sem átti ekki að henda því þau viti að hann hafi lengi safnað fornmunum. „Málið er að ég vinn sem sjónvarps-og kvikmyndatökumaður þannig að ég ferðast mikið og flyt á milli staða. Þannig að þessir munir sem mér þykir vænst um og eru dýrmætastir, ég geymi þá alltaf á tilteknum stöðum því ég vil ekki vera að taka þá með mér ef eitthvað skyldi gerast. Ég reiknaði bara ekki með að frænka mín myndi byrja að henda einhverju sem hún vissi ekki hvað var,“ segir Arró. Hann segir að frænka hans hafi aðallega verið að henda fötum. „Þetta var eiginlega dálítið þannig að það má segja guð blessi letina í henni. Hún var aðallega að henda fötum og tók þetta box með í þeim túr á haugana. Hún fer í gáminn, heldur á boxinu og hugsaði með sér hvort hún nennti að labba þessa fimm til tíu metra í næsta gám til að henda. En hún nennti því svo hún skildi þetta bara eftir með fötunum í nytjagáminum svo þess vegna lenti þetta í Góða hirðinum, annars hefði þetta bara horfið.“Elsti gripurinn 3000 ára gamall Alls voru 39 munir í boxinu sem hafði verið vafið inn í salernispappír, oddar og örvar af spjótum, axarhöfuð, sveigðar járnþynnur og fleira. Allt eru þetta mjög fágætir gripir og segir Arró þá ómetanlega en sá elsti er 3000 ára gamall. Það er bronssverð frá lokum bronsaldar. Enginn af mununum er frá Íslandi að sögn Arró heldur eru þeir flestir frá Evrópu. „Þarna eru vopn frá Forn-Grikklandi, Rómaveldi, frá miðöldum og frá Þýskalandi,“ segir Arró sem hefur verið að safna forngripum frá því hann var 10, 11 ára gamall. Arró er kominn í samband við Þjóðminjasafnið og reiknar með að málið fái farsælan endi. Þá hefur hann sagt við safnið að ef vilji sé til að sýna munina þá vilji hann lána þá til þess.
Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira