Lagt til að Eggert Einer og systir hans fái íslenskan ríkisborgararétt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 11:30 Systkinin Eggert Einer Nielsen og Else Harriett Rosener Edwards fæddust hér á landi og lítur nú út fyrir að þau fái íslenskan ríkisborgararétt. Mynd/Úr einkasafni „Ég er svo hamingjusamur í dag, loksins,“ segir Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson en hann er einn af þeim 69 einstaklingum sem Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á listanum er einnig systir Eggerts, Else Harriett Rosener Edwards. Önnur umræða um lagafrumvarpið fer fram í dag. „Bæði ég og systir mín erum mjög stolt. Ég er í bolnum mínum sem stendur á „Fæddur á Íslandi.“ Fjölskyldan mín dansar í himnaríki núna, þetta er gleðidagur.“ Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík árið 1957 en flutti til Ameríku þegar hann var sjö ára. Móðir hans var íslensk en faðir hans danskur. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér í meira en átta ár eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.Eggert segir að hann sé stoltur og hrærður.Mynd/Úr einkasafniEggert er giftur Michelle Lyn Nielson og saman eiga þau tvö börn, þau Eggert Thomas Nielson og Briana Lyn Russell. Eggert og Michelle búa hér ásamt Eggerti syni sínum og starfa þau öll á Íslandi. Þau settu húsið sitt á sölu þegar það leit út fyrir að þau þyrftu að yfirgefa landið. Þau eru nú komin með húsnæði á Langeyri á Súðavík og ætla að flytja þangað. Næsta verkefni hjá Eggerti er að finna sér atvinnu fyrir haustið og eru þau spennt fyrir komandi tímum. „Takk fyrir alla ástina og stuðninginn.“Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi í mörg ár.Facebook/Michelle NielsonAlls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía. Á meðal hinna 69 er einnig Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla, sem meðal annars leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagði af sér embætti. Áður hafði aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, upplýst að hann hefði lekið upplýsingum og var hann síðar dæmdur vegna málsins. Á listanum er einnig Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður fæddur 1989, sem tilnefndur var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á síðasta ári. Einnig á listanum er hælisleitandinn Nargiza Salimova, sem hafði fengið tilkynningu um að henni yrði vísað úr landi.Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt. Tengdar fréttir Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00 Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20 Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
„Ég er svo hamingjusamur í dag, loksins,“ segir Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson en hann er einn af þeim 69 einstaklingum sem Allsherjarnefnd Alþingis lagði til að verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. Á listanum er einnig systir Eggerts, Else Harriett Rosener Edwards. Önnur umræða um lagafrumvarpið fer fram í dag. „Bæði ég og systir mín erum mjög stolt. Ég er í bolnum mínum sem stendur á „Fæddur á Íslandi.“ Fjölskyldan mín dansar í himnaríki núna, þetta er gleðidagur.“ Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík árið 1957 en flutti til Ameríku þegar hann var sjö ára. Móðir hans var íslensk en faðir hans danskur. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér í meira en átta ár eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.Eggert segir að hann sé stoltur og hrærður.Mynd/Úr einkasafniEggert er giftur Michelle Lyn Nielson og saman eiga þau tvö börn, þau Eggert Thomas Nielson og Briana Lyn Russell. Eggert og Michelle búa hér ásamt Eggerti syni sínum og starfa þau öll á Íslandi. Þau settu húsið sitt á sölu þegar það leit út fyrir að þau þyrftu að yfirgefa landið. Þau eru nú komin með húsnæði á Langeyri á Súðavík og ætla að flytja þangað. Næsta verkefni hjá Eggerti er að finna sér atvinnu fyrir haustið og eru þau spennt fyrir komandi tímum. „Takk fyrir alla ástina og stuðninginn.“Eggert, Eggert og Michelle hafa búið hér á landi í mörg ár.Facebook/Michelle NielsonAlls bárust allsherjarnefnd 147 umsóknir um ríkisborgararétt og eins og áður sagði voru 69 samþykktar. Hinir nýju borgarar koma víðsvegar að úr heiminum, meðal annars frá Kósóvó, Póllandi, Írak, Sýrlandi, Palestínu, Bandaríkjunum, Sviss og Kenía. Á meðal hinna 69 er einnig Evelyn Glory Joseph en árið 2013 var röngum upplýsingum um hana og hælisleitandann Tony Omos lekið í fjölmiðla, sem meðal annars leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagði af sér embætti. Áður hafði aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, upplýst að hann hefði lekið upplýsingum og var hann síðar dæmdur vegna málsins. Á listanum er einnig Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður fæddur 1989, sem tilnefndur var til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins á síðasta ári. Einnig á listanum er hælisleitandinn Nargiza Salimova, sem hafði fengið tilkynningu um að henni yrði vísað úr landi.Hér má nálgast lista yfir þá 69 sem allsherjarnefnd leggur til að öðlist ríkisborgararétt.
Tengdar fréttir Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00 Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20 Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Eggert hefur ekki gefið upp alla von og er þakklátur fyrir stuðninginn Eggert Einer Nielsen segir að Íslendingar um land allt hafi sent sér skilaboð í gær. 7. febrúar 2018 16:00
Lagt til að 69 fái íslenskan ríkisborgararétt Allsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til að 69 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur áður en þingi verður frestað. 11. júní 2018 21:20
Eggert og fjölskylda fengu ekki ríkisborgararétt: „Þetta er bilun“ Vestur-Íslendingurinn Eggert Einer Nielson fæddist á Landspítalanum árið 1957 og á íslenska móður. Hann hefur heimsótt Ísland alla sína ævi og hefur búið hér síðustu átta ár. 6. febrúar 2018 14:30