Sumarbúðir biðjast afsökunar á „þekkingarskorti starfsmanna“ í myndavali Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. júní 2018 13:02 Nicole Leigh Mosty er ein þeirra sem hefur gagnrýnt myndbirtinguna. Skjáskot - Vísir/Eyþór Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!” Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa beðist afsökunar á mynd sem birtist á Facebook síðunni Ölver skemmtilegar sumarbúðir. Myndin hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum. Samkvæmt tilkynningunni varð atvikið vegna þekkingarskorts starfsmanna. Það var Martina K. Williams, sem vakti fyrst athygli á myndinni á Facebook. Dóttir hennar átti að fara í sumarbúðirnar í sumar og var hún virkilega ósátt við myndina. Margir hafa sagt að myndin sé fordómafull og móðgandi. „Myndin er af karakter í leikriti. Þetta var vanhugsað gervi og aldrei meint á neikvæðan eða niðrandi hátt. Í sumarbúðum KFUM og KFUK kennum við börnum og unglingum að allir eru jafnir, alltaf. Í starfi okkar er leitast við að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu,“ segir í tilkynningunni frá KFUM og KFUK. Myndin var fjarlægð af Facebook síðu sumarbúðanna. Martina fagnar því að myndin hafi verið fjarlægð en skrifar þó að skaðinn sé nú þegar skeður. Í tilkynningunni frá sumarbúðunum kemur fram að KFUK og KFUM þakki fyrir allar ábendingarnar vegna málsins, þær séu teknar alvarlega. „Við biðjumst afsökunar og munum leitast við að atvik sem þetta endurtaki sig ekki.” Nicole Leigh Mosty, fyrrum þingmaður og verkefnastjóri hjá WOMEN, samtökum kvenna af erlendum uppruna, er ein þeirra sem hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún atvikið ekki bara sorglegt heldur einfaldlega sjúkt. „Ertu ekki að grínast í mér! Hverjum í ósköpunum fannst þetta viðeigandi árið 2018? Black face var hætt fyrir þó nokkrum nokkrum árum! Sama dag og Alþingi samþykkir jafna meðferð vegna kynþáttar og þjóðernisupprunna sé ég þetta frá KFUM!”
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira