Fljúga drónum í þágu vísinda og atvinnulífs Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2018 20:45 Tryggvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Svarma ehf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fljúgandi drónar eru að sanna sig sem ákjósanlegt vinnutæki við margs kyns rannsóknar-, eftirlits- og vísindastörf hér á landi. Þannig tók það dróna aðeins tíu mínútur að safna vísindagögnum um jarðhitasvæði við Krýsuvík sem tekið hefði gangandi mann fleiri klukkustundir. Fjallað var um dróna í fréttum Stöðvar 2. Þeir Daniel Ben-Yehoshua og Tryggvi Stefánsson frá fyrirtækinu Svarma á Keldnaholti eru að senda flygildi á loft, sem ætlað er til myndatöku úr lofti. Flygildið nota þeir þegar komast þarf langar vegalengdir yfir víðfemt svæði en þyrildin þegar taka þarf nákvæmari myndir á minni hraða.Dróna sem líta út eins og flugvél kjósa þeir hjá Svarma að nefna flygildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hjá Svarma eru drónar aðalatvinnutækið en sex starfsmenn þess sérhæfa sig í fjarkönnun með drónum. Dæmi um útkomuna eru þrívíðar myndir af Mógilshöfða á Fjallabaki en þar var verið að rannsaka stóra sprungu sem stutt virðist í að bresti fram með miklu berghlaupi. „Við erum sem sagt að búa til landlíkön, hæðarlíkön, þrívíddargögn af landi. Við erum líka að gera hitakort, gróðurfarskort, og erum að gera allskyns úrvinnslu á þessum gögnum líka um leið,“ segir Tryggvi Stefánsson, sem er framkvæmdastjóri Svarma. Jóhann Mar Ólafsson, nemi í orkuverkfræði við Háskólann í Reykjavík, nýtti dróna við meistaraprófsrannsókn á jarðhitasvæði sunnan Kleifarvatns.Jóhann Mar Ólafsson, meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þú ert kannski nokkra klukkutíma að labba um og skrá svona svæði meðan við flugum þetta á tíu mínútum, og fengum 268 ljósmyndir, sem við bjuggum síðan til úr kort,“ segir Jóhann Mar. Dróninn flaug sjálfstýrður yfir rannsóknarsvæðið og bar tvær myndavélar, venjulega og hitamyndavél, og kom glöggt fram hvar jarðhitinn er. „Og bjuggum til fyrsta hitakort, að við höldum, af jarðhitasvæði á Íslandi,“ segir Jóhann.Dróna með þyrluspöðum vilja þeir hjá Svarma nefna þyrildi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Við höfum séð í fréttum og þáttum á Stöð 2 hvernig drónar eru að veita okkur nýja sýn á landið og svo vill til að starfsmenn Svarma eru einmitt þessa dagana á Skeiðarársandi að mynda útbreiðslu birkis á sandinum. En það er víðar en við náttúrufarsrannsóknir sem drónar koma sér vel. Í atvinnulífinu hafa verkfræðifræðistofur og orkufyrirtæki meðal annarra uppgötvað notagildið. „Maður er svona rétt að sjá toppinn af ísjakanum í hvað hægt er að nota þetta annað en kvikmyndatöku. Það er til dæmis mikið verið að sinna eftirliti með mannvirkjum, hitaveitulögnum, gufulögnum, háspennulínum og fleira,“ segir Tryggvi hjá Svarma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15 Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Dróninn smalar fénu þótt hann gelti ekki Bóndi í Bárðardal er farinn að nýta dróna við að smala sauðfé. Hann segir þetta gríðarlegan vinnusparnað en það eina sem vanti sé að dróninn gelti. 14. nóvember 2017 21:15
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Fengu viðurkenningu fyrir notkun dróna í björgun Björgunarsveitin Dalvík fékk í vikunni viðurkenningu frá Samtökum evrópskra neyðarlína vegna þátttöku dróna sveitarinnar í björgun. 28. apríl 2018 12:30