Meirihlutasáttmálinn fráleit niðurstaða Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:50 "Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í borginni sé fráleit niðurstaða í ljósi þess sem flokksmenn hefðu haldið fram í aðdraganda kosninga. Í kosningabaráttunni hefðu ákveðin mál verið fyrirferðamikil á borð við húsnæðiskreppuna, láglaunastefnu og hagsmunamál hinna verst settu en í sáttmálanum séu engar aðgerðir boðaðar „sem máli skipta“ til að bæta lífskjör láglaunafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sósíalistaflokki Íslands. „Þeir brauðmolar sem þau fá eru bæði fáir og smáir,“ segir Sanna og bætir við að meirihlutinn ætli sér að reka nánast óbreytta húsnæðisstefnu – stefnu sem miði að því að láglaunafólk beri allan kostnað af kreppunni. „Hin verr stæðu í Reykjavík hafa tekið á sig gríðarlegar hækkanir húsaleigu vegna húsnæðiskreppunnar og þær hækkanir hafa étið upp ráðstöfunarfé þeirra fjölskyldna sem síst mátti við auknum byrðum. Þetta er miskunnarlaus stefna gagnvart fátæku fólki, að varpa öllum kostnaði af vandanum yfir á þau sem síst geta staðið undir því“Sósíalistar eru ekki ánægðir með nýjan málefnasamning meirihlutans í Reykjavík.Vísir/eyþórSegja strætóúrræðið ekki gagnast fátækumÞá þykir Daníel Erni Arnarssyni, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, og Sönnu það gagnrýnisvert að meirihlutinn hafi ákveðið að fella niður fargjöld í strætó fyrir börn 12 ára og yngri sem ferðast í fylgd með fullorðnum. „Hvernig eiga fátækar fjölskyldur að nýta sér þetta? Á einstæða móðirin í láglaunastarfinu að taka sér frí til að geta ferðast með barninu sínu eftir skóla í tómstundir eða í pössun til afa og ömmu? Og til hvers? Svo strætó fái fullt fargjald frá henni frekar en hálft frá barninu?“ Spyr Daníel.Vilja gjaldfrjálsa skóla„Gjaldfrjáls skóli er ein af stoðum velferðarkerfisins og forsenda góðs samfélags. Þótt þessar tillögur lækki gjaldtökuna hjá barnmörgum fjölskyldum þá eru þetta aðeins hænuskref sem gagnast fáum. Við Daníel erum bæði uppkomin fátæk börn. Þessar tillögur hefðu engu breytt fyrir okkur eða fátækar mæður okkar. Í dag er hellingur af börnum sem búa við sömu aðstæður og við bjuggum við. Það er ekkert í þessum sáttmála sem mun gagnast þeim börnum. Og það er sorglegt,“ segir Sanna um menntamálin. „Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar. Ef fólk ber saman okkar tillögur og meirihlutasáttmálann þá sést hversu mikill sannleikur lá í kosningabaráttu sósíalista, sem að hluta var háð undir yfirskriftinni Hin Reykjavík. Stór hluti borgarbúa býr við raunveruleika sem stjórnmálin í Ráðhúsinu ná ekki að snerta, vilja ekki sjá og ætla sér ekki að bregðast við,“ segir Daníel að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í borginni sé fráleit niðurstaða í ljósi þess sem flokksmenn hefðu haldið fram í aðdraganda kosninga. Í kosningabaráttunni hefðu ákveðin mál verið fyrirferðamikil á borð við húsnæðiskreppuna, láglaunastefnu og hagsmunamál hinna verst settu en í sáttmálanum séu engar aðgerðir boðaðar „sem máli skipta“ til að bæta lífskjör láglaunafólks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sósíalistaflokki Íslands. „Þeir brauðmolar sem þau fá eru bæði fáir og smáir,“ segir Sanna og bætir við að meirihlutinn ætli sér að reka nánast óbreytta húsnæðisstefnu – stefnu sem miði að því að láglaunafólk beri allan kostnað af kreppunni. „Hin verr stæðu í Reykjavík hafa tekið á sig gríðarlegar hækkanir húsaleigu vegna húsnæðiskreppunnar og þær hækkanir hafa étið upp ráðstöfunarfé þeirra fjölskyldna sem síst mátti við auknum byrðum. Þetta er miskunnarlaus stefna gagnvart fátæku fólki, að varpa öllum kostnaði af vandanum yfir á þau sem síst geta staðið undir því“Sósíalistar eru ekki ánægðir með nýjan málefnasamning meirihlutans í Reykjavík.Vísir/eyþórSegja strætóúrræðið ekki gagnast fátækumÞá þykir Daníel Erni Arnarssyni, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, og Sönnu það gagnrýnisvert að meirihlutinn hafi ákveðið að fella niður fargjöld í strætó fyrir börn 12 ára og yngri sem ferðast í fylgd með fullorðnum. „Hvernig eiga fátækar fjölskyldur að nýta sér þetta? Á einstæða móðirin í láglaunastarfinu að taka sér frí til að geta ferðast með barninu sínu eftir skóla í tómstundir eða í pössun til afa og ömmu? Og til hvers? Svo strætó fái fullt fargjald frá henni frekar en hálft frá barninu?“ Spyr Daníel.Vilja gjaldfrjálsa skóla„Gjaldfrjáls skóli er ein af stoðum velferðarkerfisins og forsenda góðs samfélags. Þótt þessar tillögur lækki gjaldtökuna hjá barnmörgum fjölskyldum þá eru þetta aðeins hænuskref sem gagnast fáum. Við Daníel erum bæði uppkomin fátæk börn. Þessar tillögur hefðu engu breytt fyrir okkur eða fátækar mæður okkar. Í dag er hellingur af börnum sem búa við sömu aðstæður og við bjuggum við. Það er ekkert í þessum sáttmála sem mun gagnast þeim börnum. Og það er sorglegt,“ segir Sanna um menntamálin. „Sáttmálinn afhjúpar að meirihlutaflokkarnir lifa í annarri Reykjavík en við sósíalistar. Ef fólk ber saman okkar tillögur og meirihlutasáttmálann þá sést hversu mikill sannleikur lá í kosningabaráttu sósíalista, sem að hluta var háð undir yfirskriftinni Hin Reykjavík. Stór hluti borgarbúa býr við raunveruleika sem stjórnmálin í Ráðhúsinu ná ekki að snerta, vilja ekki sjá og ætla sér ekki að bregðast við,“ segir Daníel að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
Ætla sér að styðja tiltekin mál án tillits til meirihlutasamstarfs Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að styðja við þau mál sem flokkurinn setti á oddinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án tillits til þess hvaða flokkar það verða sem mynda nýjan meirihluta. 5. júní 2018 15:41