Stjórnmálaprófessor segir Viðreisn hafa fengið talsvert fyrir sinn snúð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 12:39 Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Jói K/ Auðunn Níelsson Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Á blaðamannafundi nýs meirihluta sem fór fram í gær kom í ljós að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, yrði formaður borgarráðs, að Pawel Bartoszek yrði forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins auk þess sem hann myndi gegna formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins. Grétar Þór bendir á að Viðreisn, með Þórdísi Lóu í broddi fylkingar, hafi verið í lykilstöðu í viðræðunum því þeim stóð til boða að starfa bæði til hægri og vinstri og því í aðstöðu til að geta gert meiri kröfur. Viðreisn reyndist stærst nýju flokkanna í framboði og þriðji stærsti flokkur allra í Reykjavíkurborg. Stjórnmálaflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek. Grétar Þór bendir á að Viðreisn hafi fyrst og fremst tryggt sér góða stöðu hvað varðar embættisskipan og nefndarformennsku. „Þau eru engu að síður að ganga inn í mjög margt af því sem gamli meirihlutinn lagði upp með fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór og vísar í borgarlínu, þéttingu byggðar og fleira. „Þau eru í raun og veru að ganga mjög til móts við þær áherslur.“ „Auðvitað virðist það vera, sem maður hélt, að það virtist ekki vera mikil fjarlægð á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans í þessum lykilmálum þannig að þetta virðist hafa gengið ágætlega saman,“ segir Grétar Þór. Það hafi reynst töluverður samhljómur á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans (að undanskilinni Bjartri framtíð sem bauð ekki fram til borgarstjórnar).Óvíst um breytta ásýnd nýs meirihlutaFlokksleiðtogunum sem áttu í viðræðunum um myndun meirihluta var tíðrætt um breytta ásýnd nýs meirihluta. Hér væri ekki um að ræða áframhaldandi meirihlutasamstarf frá síðasta kjörtímabili. Er nýtt yfirbragð með nýjum meirihluta?„Það er erfitt að meta, auðvitað að er sami borgarstjóri en það verður að koma í ljós hvernig þau spila úr þessu; hvort að Dagur verður áfram jafn mikið áberandi og hann var eða hvort Þórdís Lóa fær stærra hlutverk og fleiri tækifæri til að vera meira í sviðsljósinu. Það getur alveg komið fram nýtt yfirbragð og við eigum þá kannski eftir að sjá hvort það verður.“Viðreisn hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstriAðspurður um félagslegar vinstri áherslur og hvort Vinstri græn hefðu borið skarðan hlut frá borði svarar Grétar Þór játandi; „enda eru þau minnst í þessu samhengi og töpuðu fylgi í kosningunum þannig að þau eru kannski ekki í aðstöðu til að gera mikið en auðvitað má náttúrulega minna á að Samfylking er nú þarna og þau telja sig nú, á landsvísu að minnsta kosti, vera vinstri flokk. Ég held að þetta mynstur hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstri, nema síður sé. Hins vegar eru lykilmálin ekki klassísk hægri/vinstri mál,“ segir Grétar Þór og vísar í vægi skipulagsmála í málefnasamningi nýs meirihluta. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Á blaðamannafundi nýs meirihluta sem fór fram í gær kom í ljós að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, yrði formaður borgarráðs, að Pawel Bartoszek yrði forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins auk þess sem hann myndi gegna formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins. Grétar Þór bendir á að Viðreisn, með Þórdísi Lóu í broddi fylkingar, hafi verið í lykilstöðu í viðræðunum því þeim stóð til boða að starfa bæði til hægri og vinstri og því í aðstöðu til að geta gert meiri kröfur. Viðreisn reyndist stærst nýju flokkanna í framboði og þriðji stærsti flokkur allra í Reykjavíkurborg. Stjórnmálaflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek. Grétar Þór bendir á að Viðreisn hafi fyrst og fremst tryggt sér góða stöðu hvað varðar embættisskipan og nefndarformennsku. „Þau eru engu að síður að ganga inn í mjög margt af því sem gamli meirihlutinn lagði upp með fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór og vísar í borgarlínu, þéttingu byggðar og fleira. „Þau eru í raun og veru að ganga mjög til móts við þær áherslur.“ „Auðvitað virðist það vera, sem maður hélt, að það virtist ekki vera mikil fjarlægð á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans í þessum lykilmálum þannig að þetta virðist hafa gengið ágætlega saman,“ segir Grétar Þór. Það hafi reynst töluverður samhljómur á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans (að undanskilinni Bjartri framtíð sem bauð ekki fram til borgarstjórnar).Óvíst um breytta ásýnd nýs meirihlutaFlokksleiðtogunum sem áttu í viðræðunum um myndun meirihluta var tíðrætt um breytta ásýnd nýs meirihluta. Hér væri ekki um að ræða áframhaldandi meirihlutasamstarf frá síðasta kjörtímabili. Er nýtt yfirbragð með nýjum meirihluta?„Það er erfitt að meta, auðvitað að er sami borgarstjóri en það verður að koma í ljós hvernig þau spila úr þessu; hvort að Dagur verður áfram jafn mikið áberandi og hann var eða hvort Þórdís Lóa fær stærra hlutverk og fleiri tækifæri til að vera meira í sviðsljósinu. Það getur alveg komið fram nýtt yfirbragð og við eigum þá kannski eftir að sjá hvort það verður.“Viðreisn hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstriAðspurður um félagslegar vinstri áherslur og hvort Vinstri græn hefðu borið skarðan hlut frá borði svarar Grétar Þór játandi; „enda eru þau minnst í þessu samhengi og töpuðu fylgi í kosningunum þannig að þau eru kannski ekki í aðstöðu til að gera mikið en auðvitað má náttúrulega minna á að Samfylking er nú þarna og þau telja sig nú, á landsvísu að minnsta kosti, vera vinstri flokk. Ég held að þetta mynstur hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstri, nema síður sé. Hins vegar eru lykilmálin ekki klassísk hægri/vinstri mál,“ segir Grétar Þór og vísar í vægi skipulagsmála í málefnasamningi nýs meirihluta.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira