Innlent

Jón verður áfram sveitarstjóri í Hrunamannahreppi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jón G. Valgeirsson verður áfram sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Halldóra Hjörleifsdóttir verður áfram oddviti sveitarfélagsins. Þetta var samþykkt á fyrsta fundi sveitarstjórnar í gær en sjálfstæðismenn sátu hjá við ráðningu Halldóru.
Jón G. Valgeirsson verður áfram sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Halldóra Hjörleifsdóttir verður áfram oddviti sveitarfélagsins. Þetta var samþykkt á fyrsta fundi sveitarstjórnar í gær en sjálfstæðismenn sátu hjá við ráðningu Halldóru. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ný sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkt á fyrsta fundi sínum í gær að endurráða Jón. G. Valgeirsson sem sveitarstjóra sveitarfélagsins að tillögu H-listans sem er í meirihluta.

Sjálfstæðismenn sem eru í minnihluta samþykkti ráðninguna samhljóða.

Þá hefur verið samþykkt að Halldóra Hjörleifsdóttir verði oddviti Hrunamannahrepps út kjörtímabilið.

Á fundinum var einnig samþykkt tillaga oddvita um að keyptar verði fartölvur til aðalmanna í sveitarstjórn sem sveitarstjórnarmenn eignist að kjörtímabili loknu og einnig verði keyptur sími fyrir oddvita.

Skrifstofa Hrunamannahrepps er á Flúðum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.