Innlent

Jón verður áfram sveitarstjóri í Hrunamannahreppi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Jón G. Valgeirsson verður áfram sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Halldóra Hjörleifsdóttir verður áfram oddviti sveitarfélagsins. Þetta var samþykkt á fyrsta fundi sveitarstjórnar í gær en sjálfstæðismenn sátu hjá við ráðningu Halldóru.
Jón G. Valgeirsson verður áfram sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Halldóra Hjörleifsdóttir verður áfram oddviti sveitarfélagsins. Þetta var samþykkt á fyrsta fundi sveitarstjórnar í gær en sjálfstæðismenn sátu hjá við ráðningu Halldóru. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ný sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkt á fyrsta fundi sínum í gær að endurráða Jón. G. Valgeirsson sem sveitarstjóra sveitarfélagsins að tillögu H-listans sem er í meirihluta.

Sjálfstæðismenn sem eru í minnihluta samþykkti ráðninguna samhljóða.

Þá hefur verið samþykkt að Halldóra Hjörleifsdóttir verði oddviti Hrunamannahrepps út kjörtímabilið.

Á fundinum var einnig samþykkt tillaga oddvita um að keyptar verði fartölvur til aðalmanna í sveitarstjórn sem sveitarstjórnarmenn eignist að kjörtímabili loknu og einnig verði keyptur sími fyrir oddvita.

Skrifstofa Hrunamannahrepps er á Flúðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×