Innlent

Aldrei fleiri konur í sveitarstjórnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í dag er hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum 47,2% í sveitarstjórnum á Íslandi.
Í dag er hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum 47,2% í sveitarstjórnum á Íslandi. Vísir/vilhelm

Hlutur kvenna hefur aldrei verið meiri í sveitarstjórnum en nú. Í dag hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum 47,2% í sveitarstjórnum en hlutfall kvenna hefur tvöfaldast á síðastliðnum tuttugu árum.

Frá árinu 1998 hefur konum á vettvangi sveitarstjórna fjölgað statt og stöðugt. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna 44% af kjörnum fulltrúum.

Þetta er niðurstaða hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hefur nú lokið við að taka saman upplýsingar um síðustu sveitarstjórnarkosningar.

„Nærri einn af hverjum tveimur sveitarstjórnarmönnum er kona,“ segir á vef sambandsins. Til samanburðar við stöðuna í dag er vert að geta þess að árið 1998 var hlutfall kvenna einungis 28,2% af kjörnum fulltrúum.

Hlutur kvenna hefur aldrei verið meiri í sveitarstjórnum en í dag. Samband íslenskra sveitarfélaga

Endurnýjun í sveitarstjórnum
Endurnýjun í sveitarstjórnum er meiri en á síðasta kjörtímabili en þeir sem koma nýir inn eru alls 293 eða sem nemur 58,4% af kjörnum fulltrúum. Árið 2014 var hlutfallið 54,4% og 57,4% árið 2010.

Þó ber að taka fram að þeir sveitarstjórnarmenn sem koma nýir inn geta haft reynslu af störfum í sveitarstjórnarmálum í einhverjum tilvikum þótt tala „nýrra“ sveitarstjórnarmanna gefi annað til kynna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.