Innlent

Aldrei fleiri konur í sveitarstjórnum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í dag er hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum 47,2% í sveitarstjórnum á Íslandi.
Í dag er hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum 47,2% í sveitarstjórnum á Íslandi. Vísir/vilhelm
Hlutur kvenna hefur aldrei verið meiri í sveitarstjórnum en nú. Í dag hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum 47,2% í sveitarstjórnum en hlutfall kvenna hefur tvöfaldast á síðastliðnum tuttugu árum.

Frá árinu 1998 hefur konum á vettvangi sveitarstjórna fjölgað statt og stöðugt. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna 44% af kjörnum fulltrúum.

Þetta er niðurstaða hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hefur nú lokið við að taka saman upplýsingar um síðustu sveitarstjórnarkosningar.

„Nærri einn af hverjum tveimur sveitarstjórnarmönnum er kona,“ segir á vef sambandsins. Til samanburðar við stöðuna í dag er vert að geta þess að árið 1998 var hlutfall kvenna einungis 28,2% af kjörnum fulltrúum.



Hlutur kvenna hefur aldrei verið meiri í sveitarstjórnum en í dag.Samband íslenskra sveitarfélaga
Endurnýjun í sveitarstjórnum

Endurnýjun í sveitarstjórnum er meiri en á síðasta kjörtímabili en þeir sem koma nýir inn eru alls 293 eða sem nemur 58,4% af kjörnum fulltrúum. Árið 2014 var hlutfallið 54,4% og 57,4% árið 2010.

Þó ber að taka fram að þeir sveitarstjórnarmenn sem koma nýir inn geta haft reynslu af störfum í sveitarstjórnarmálum í einhverjum tilvikum þótt tala „nýrra“ sveitarstjórnarmanna gefi annað til kynna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×