Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna umferðarslyss í Hestfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum. Vísir/Ernir
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang umferðarslyss sem varð í botni Hestfjarðar í Ísafjarðardjúpi á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum er mikill viðbúnaður vegna slyssins en lögregla, sjúkralið og björgunarsveitarmenn eru að störfum á vettvangi. Lögregla gat ekki veitt upplýsingar um slys á fólki eða tildrög slyssins.

Samkvæmt Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrla gæslunnar kölluð út um klukkan 16:45 og var nýlent á slysstað klukkan 17:30. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um aðstæður á vettvangi.

Þá er Djúpvegur í Hestfjarðarbotni lokaður vegna slyssins.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×