Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:15 Edda við verðlaunaafhendinguna í Höfða í dag. Hún mætir á Bessastaði á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“ Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“
Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04