Mætir í kaffibolla til Guðna á morgun og innheimtir fálkaorðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:15 Edda við verðlaunaafhendinguna í Höfða í dag. Hún mætir á Bessastaði á morgun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“ Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Stór dagur er nú að kvöldi kominn hjá Eddu Björgvinsdóttur, leikkonu og skemmtikrafti. Edda var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í dag auk þess sem hún hlaut heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Edda segist hrærð og þakklát yfir heiðrinum á báðum vígstöðvum – en fyrst og fremst opinmynnt af undrun. „Ég hef aldrei vitað annað eins á ævi minni. Ég er enn þá í sjokki eftir að hafa hlotið þennan heiður, bæði frá borg og forsetaembætti. Það er eiginlega mildi að ég skuli ná að ranka við mér á milli þess sem líður yfir mig,“ segir Edda í samtali við Vísi.Hélt að vinirnir væru að spauga í sér Aðspurð segist hún hafa vitað af báðum útnefningunum í nokkurn tíma áður en stóri dagurinn rann upp. Erfitt hafi verið að halda herlegheitunum leyndum fyrir fjölskyldunni, það eina sem Edda gaf uppi var að fjölskyldumeðlimir þyrftu að taka þjóðhátíðardaginn frá. „Ég visssi þetta reyndar ekkert löngu áður og ég hélt í alvöru að það væru einhverjir vinir mínir að spauga í mér, í báðum tilfellunum. Já, já, grínum aðeins í Eddu og segjum að hún sé borgarlistamaður og síðan fái hún fálkaorðuna. Það tók mig nokkra daga að melta þetta og svo mátti ég engum segja, svo að fjölskyldan vissi þetta ekki.“Edda og faðir hennar, Björgvin Magnússon, við útnefningu borgarlistamanns Reykjavíkur í Höfða í dag.Mynd/ReykjavíkurborgPabbinn yfir sig hamingjusamur Edda segir fjölskylduna að vonum stolta af árangrinum. Þar fer fremstur í flokki faðir Eddu, Björgvin Magnússon fyrrverandi skólastjóri, sem kominn er á tíræðisaldur. „Sérstaklega er ég búin að gráta af gleði að fylgjast með 95 ára föður mínum. Hann sagði að nú gæti hann dottið niður steindauður, yfir sig hamingjusamur, þó að hann eigi sennilega eftir að lifa okkur öll.“Sjá einnig: Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Edda náði ekki upp á Bessastaði í dag, þar sem þrettán manns auk hennar hlutu fálkaorðuna við hátíðlega athöfn, þar eð hún veitti borgarlistamannsverðlaununum viðtöku á sama tíma í Höfða. Edda þarf þó ekki að bíða lengi eftir heiðursorðunni. „Ég fæ sérkaffibolla með Guðna á morgun, þar sem ég fæ afhentan gripinn.“ Edda heiðurskona Verðlaunaafhendingar dagsins marka svo upphafið á kærkomnu sumarfríi, að sögn Eddu. „Ég var að fara í frí frá Þjóðleikhúsinu og hlakka óstjórnlega til að spranga dálítið um göturnar. Ég verð bara að ganga með allar þessar orður um hálsinn, svo fólk viti að hér komi Edda heiðurskona,“ segir hún kímin. Þá hyggst Edda einnig nota fríið til að jafna sig af handarbroti sem hún hlaut nýlega. „Það er svona stóra verkefnið í sumar. Og anda að mér sælunni, betra getur lífið ekki orðið.“
Menning Tengdar fréttir Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35 Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Eddu langar að leika fleiri viðbjóðslegar konur Ein allra vinsælasta leikkona okkar Íslendinga, Edda Björgvinsdóttir, hefur nánast gert allt í sjónvarpi og á sviði. 6. mars 2018 12:30
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Fjórtán einstaklingar hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag. 17. júní 2018 15:35
Edda Björgvins borgarlistarmaður 2018 Edda Björgvinsdóttir var sæmd Fálkaorðu og hlaut titilinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2018. 17. júní 2018 15:04