Spilar nú á bragðlaukana Benedikt Bóas skrifar 18. júní 2018 06:00 Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, þjálfari Bjarna, Sturla Birgisson dómari, Bjarni Siguróli Jakobsson, sem keppir í Bocuse d'Or matreiðslukeppninni á næsta ári, og Ísak Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans. Þráinn Freyr Vigfússon „Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
„Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira