Verkefni Önnudísar Grétu hlaut hæsta styrkinn úr Jafnréttissjóði Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2018 18:48 Alls hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Mynd/Stjórnarráðið Tæpum 100 milljónum króna var úthlutað úr Jafnréttissjóði Íslands við hátíðlega athöfn á Hótel Borg fyrr í dag. Alls hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Hæsta styrkinn hlaut verkefni Önnudísar Grétu Rúdolfsdóttur, „Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsóknir og aðgerðir“, samtals 10 milljónir króna. Næsthæsta styrkinn, níu milljónir króna, hlaut Arnhildur Gréta Ólafsdóttir fyrir gerð heimildarmyndarinnar „Full Steam Ahead.“ Við athöfnina fluttu þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra ávörp. Sagði forsætisráðherra meðal annars að hún persónulega eigi mikið undir þeim tækjum sem innleidd hafi verið hér í þágu jafnréttis, því án fæðingarorlofs karla og kvenna og almennra leikskóla hefði verið þrautinni þyngra fyrir hana að taka þátt í stjórnmálum samhliða því að byggja upp fjölskyldu. Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður 19. júní 2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna og er megintilgangur sjóðsins að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Alls bárust 85 umsóknir í ár og var heildarfjárhæðin sem sótt var um rúmar 520 milljónir króna.Sjá má lista yfir styrkþega á heimasíðu stjórnarráðsins.Annadís Gréta Rúdolfsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.Mynd/stjórnarráðið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Tæpum 100 milljónum króna var úthlutað úr Jafnréttissjóði Íslands við hátíðlega athöfn á Hótel Borg fyrr í dag. Alls hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Hæsta styrkinn hlaut verkefni Önnudísar Grétu Rúdolfsdóttur, „Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsóknir og aðgerðir“, samtals 10 milljónir króna. Næsthæsta styrkinn, níu milljónir króna, hlaut Arnhildur Gréta Ólafsdóttir fyrir gerð heimildarmyndarinnar „Full Steam Ahead.“ Við athöfnina fluttu þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra ávörp. Sagði forsætisráðherra meðal annars að hún persónulega eigi mikið undir þeim tækjum sem innleidd hafi verið hér í þágu jafnréttis, því án fæðingarorlofs karla og kvenna og almennra leikskóla hefði verið þrautinni þyngra fyrir hana að taka þátt í stjórnmálum samhliða því að byggja upp fjölskyldu. Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður 19. júní 2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna og er megintilgangur sjóðsins að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Alls bárust 85 umsóknir í ár og var heildarfjárhæðin sem sótt var um rúmar 520 milljónir króna.Sjá má lista yfir styrkþega á heimasíðu stjórnarráðsins.Annadís Gréta Rúdolfsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.Mynd/stjórnarráðið
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira