Lífið

Leist ekkert á sprangið í Eyjum: „Ég ætla ekki að gera þetta!“

Tinni Sveinsson skrifar
Keli trommari og hin landsfræga Spranga, þar sem Eyjamenn sýna sumir ótrúlegar listir í bjarginu.
Keli trommari og hin landsfræga Spranga, þar sem Eyjamenn sýna sumir ótrúlegar listir í bjarginu.

Hringferð Emmsjé Gauta, 13/13 hófst í vikunni en samhliða því að spila 13 tónleika á 13 dögum munu koma daglegir netþættir frá túrnum. Hér fyrir neðan má sjá annan þátt.

Gauti, Björn Valur og Keli lentu í Vestmannaeyjum í gær. „Dagurinn byrjaði ekkert sérstaklega, við þurftum að vakna eldsnemma og ég hélt ég væri að fara missa röddina. En eftir svona þrjá tebolla í erfiðri Herjólfsferð bjargaðist það,” segir Gauti.

Eins og Eyjapeyja er siður fóru strákarnir að spranga. Það fór ekki jafnvel í alla í hópnum. „Þetta er ógeðslegt! Ég ætla ekki að gera þetta, ég ætla ekki að gera þetta!“ hrópaði Keli þegar á hólminn var komið.

„Við hinir reyndum að spranga en við þorðum ekki að fara hátt sem er reyndar mjög skiljanlegt. Það meikar engan sens að sveifla sér í margra metra hæð í bandi utan á kletti,“ segir Gauti.

Strákarnir fóru síðan að tína jurtir í kokkteila með Gísla Matt, einum besta kokk Eyja. Með honum var haldið á veitingastaðinn Slippinn. „Þar fengum við kóngatrít,“ segir Gauti en strákarnir kepptu síðan í því að búa til besta kokkteilin úr jurtunum sem þeir tína. Phil Collins, drykkur úr smiðju Björns Vals, vann keppnina.

„Kóngatrítið á Slippnum var kómískt í samræmi við hræðilegu gistiaðstöðuna sem við fórum í eftir matinn. Það var allt uppbókað svo við enduðum bara á dýnum á háaloftinu á Alþýðuhúsinu,“ segir Gauti.

Drengirnir vona því að það séu rúm á næsta stað en þeir spila í Havarí á Karlsstöðum í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.