Ráðherra telur nýjan samning við Microsoft geta sparað milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. júní 2018 09:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/anton brink Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í fyrsta sinn gert heildstæðan samning við Microsoft, en áður hafa stofnanir og ráðuneyti gert sjálfstæða samninga. Bjarni Benediktsson og Heimir Fannar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, undirrituðu samninginn í gær fyrir hönd ríkisins og Microsoft. Með honum sparast 200 milljónir króna árlega en hann felur í sér aðgengi ríkisstofnana að nýjustu útgáfu Office 365 hugbúnaðarpakkans, sem inniheldur meðal annars Word, Excel, hópvinnukerfi og póstkerfi. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu. „Við teljum að við höfum náð verulega hagstæðum samningum við Microsoft, en þeir tryggja okkur meiri afslátt en býðst í mörgum nágrannaríkjum okkar. Samningurinn er liður í stærra átaki ríkisins sem felst í að auka og bæta opinbera þjónustu. Árlega sparast um 200 milljónir króna í krafti samningsins, sem til framtíðar þýðir hagræðingu sem nemur milljörðum króna. Það fjármagn verður hægt að nýta til uppbyggingar stafrænnar þjónustu og með því eykst skilvirkni í starfsemi stofnana ríkisins,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í tilkynningu sem ráðuneytið sendi fjölmiðlum. „Þetta er mikilvægur samningur fyrir Microsoft sem markar viss tímamót þar sem þetta er fyrsti samningurinn af þessu tagi sem Microsoft gerir við heilt ríki,“ segir Heimir Fannar. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er í tveimur hlutum. Annars vegar er samningur fyrir almennar stofnanir og hins vegar er samningur fyrir menntastofnanir. Samningum fækkar því við þetta úr rúmlega hundrað í tvo.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira