Lífið

Þröstur Leó gerist kokkur við Hlemm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þröstur Leó hefur komið víða við.
Þröstur Leó hefur komið víða við. vísir/ernir

Leikarinn góðkunni Þröstur Leó Gunnarsson bregður sér í nýtt hlutverk nú í vikunni þegar hann verður kokkur á Hlemmur Square hótelinu í miðbæ Reykjavikur.

Þröstur Leó er einn ástsælasti leikari þjóðarinna og hefur meðal leikið fjölmörg hlutverk á sviði, í kvikmyndum og í sjónvarpi. Hann hefur m.a. hlotið Edduverðlaun fyrir hlutverk sín í Nóa Albínóa og Brúðgumanum.

Þröstur var valinn Maður ársins árið 2015 af Vísi og Bylgjunni þegar hann bjargaði tveimur skipsfélögum sínum þegar fiskibáturinn Jón Hákon frá Bíldudal sökk út af Aðalvík.

Þröstur hefur haft mikla ástríðu fyrir mat í gegnum tíðina og hefur unnið sem kokkur á sjó og einnig á Skrímslasetrinu á Bíldudal.

Nú ætlar hann að leyfa gestum Hlemmi Square að njóta matargerðarlistar sinnar næstu tvær vikurnar.

Eigandi Hlemmur Square er þýski hótelmógúllinn Klaus Ortlieb sem hefur langan bakgrunn í hótelrekstri. Hann hefur meðal annars rekið hið fræga Claridges í London, Copper Square í New York og Hotel Modern í New Orleans.

Elva Ósk Ólafsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum í Hafinu í Þjóðleikhúsinu. Mynd/Hörður Sveinsson

Hlemmur Square hótelið er staðsett við Hlemm, andspænis gömlu strætó stoppistöðinni sem nú er mathöll. Hótelið býður bæði upp á lúxussvítur og hostel herbergi fyrir yngri gesti.

Veitingahúsið á Hlemmur Square er á jarðhæð hótelsins.

„Þegar ég opnaði Hlemmur Square langaði mig að koma með gamla Reykjavikurandann aftur til baka,“ segir Ortlieb en hann heimsótti Ísland fyrst þegar hann var unglingur og varð ástfanginn af landi og þjóð.

„Mig langaði að opna stað sem væri litríkur og bæði upp á vinalega þjónustu. Ég hef verið duglegur að styrkja íslensku tónlistar, kvikmynda og myndlistarsenuna í Reykjavik og búa til viðburði í kringum þá. Það er mér mikill heiður að fá vin minn, Þröst Leó til að kokka fyrir okkur. Ég hef verið svo heppinn að fá að borða heima hjá honum margoft og nú fæ ég að deila þeirra stórkostlegu reynslu með gestum mínum. Þröstur er sannur Íslendingur, alltaf til í að aðstoða vini sína.“

Þess má geta að eiginkona Þrastar, Helga Sveindís Helgadóttir ætlar að sjá um eftirréttina á matseðlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.