Dagur tilbúinn að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á meðan flugvöllur í Hvassahrauni er í skoðun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. júní 2018 19:51 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er tilbúinn til þess að tryggja rekstrarhæfi flugvallarins í Vatnsmýri á meðan unnið er að hugmyndum um nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki eftir fjögur ár. Fyrir helgi, í kvöldfréttum Stöðvar 2, var sagt frá hugmyndum samgönguráðherra um að ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli verði byggð upp við gömlu Umferðarmiðstöðina og verði hluti af nýrri samgöngumiðstöð Reykjavíkurborgar. Verkefnahópur sem vann skýrslu um málið fyrir ráðuneytið telur þennan möguleika þann ákjósanlegasta af þremur sem hópurinn velti upp. Gerð yrðu göng undir Hringbraut fyrir komu- og brottfararfarþega og nýtt flughlað yrði byggt upp milli norður/suðurbrautarinnar og neyðarbrautarinnar svokölluðu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur eðlilegt að borgin og samgönguráðuneytið taki upp viðræður um þessi mál strax í sumar en í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að norður/suður flugbrautin víki árið 2022, eða eftir fjögur ár, fyrir byggð. „Ég hef sagt það áður að, að á meðan það er verið að vinna að nýjum flugvelli í Hvassahrauni að þá sé ég tilbúinn til þess að beita mér fyrir því að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að borgin geri ráð fyrir ákveðnu byggingarlandi í Vatnsmýri sem þurfi að mæta byggingarlandi í Höfðahverfi, sem tengist viðræðum borgarinnar og ríkisins um fyrirhugaða Borgarlínu. „Ég hef fulla trú á því að það takist,“ segir Dagur. Degi hugnast hugmyndir samgönguráðherra og uppbyggingu með þessu móti en ráðherra sagði fyrir helgi að fjárfestingin myndi ekki glatast þó svo völlurinn myndi víkja fyrir byggð í nánustu framtíð. „Vöxturinn í samgöngum er að öllum líkindum viðvarandi, og þá er ég að tala um alþjóðaflugið og svo framvegis og ef að það er passað upp á þetta að þá getur þetta verið skynsamlegra heldur en að byggja nýja flugstöð út af fyrir sig en sem er þá líka sveigjanlegt þannig að eftir því sem þróunin vindur fram þá geta þessi not verið öðruvísi,“ segir Dagur. Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er tilbúinn til þess að tryggja rekstrarhæfi flugvallarins í Vatnsmýri á meðan unnið er að hugmyndum um nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að flugvöllurinn víki eftir fjögur ár. Fyrir helgi, í kvöldfréttum Stöðvar 2, var sagt frá hugmyndum samgönguráðherra um að ný flugstöð á Reykjavíkurflugvelli verði byggð upp við gömlu Umferðarmiðstöðina og verði hluti af nýrri samgöngumiðstöð Reykjavíkurborgar. Verkefnahópur sem vann skýrslu um málið fyrir ráðuneytið telur þennan möguleika þann ákjósanlegasta af þremur sem hópurinn velti upp. Gerð yrðu göng undir Hringbraut fyrir komu- og brottfararfarþega og nýtt flughlað yrði byggt upp milli norður/suðurbrautarinnar og neyðarbrautarinnar svokölluðu. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur eðlilegt að borgin og samgönguráðuneytið taki upp viðræður um þessi mál strax í sumar en í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að norður/suður flugbrautin víki árið 2022, eða eftir fjögur ár, fyrir byggð. „Ég hef sagt það áður að, að á meðan það er verið að vinna að nýjum flugvelli í Hvassahrauni að þá sé ég tilbúinn til þess að beita mér fyrir því að tryggja rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar á núverandi stað,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að borgin geri ráð fyrir ákveðnu byggingarlandi í Vatnsmýri sem þurfi að mæta byggingarlandi í Höfðahverfi, sem tengist viðræðum borgarinnar og ríkisins um fyrirhugaða Borgarlínu. „Ég hef fulla trú á því að það takist,“ segir Dagur. Degi hugnast hugmyndir samgönguráðherra og uppbyggingu með þessu móti en ráðherra sagði fyrir helgi að fjárfestingin myndi ekki glatast þó svo völlurinn myndi víkja fyrir byggð í nánustu framtíð. „Vöxturinn í samgöngum er að öllum líkindum viðvarandi, og þá er ég að tala um alþjóðaflugið og svo framvegis og ef að það er passað upp á þetta að þá getur þetta verið skynsamlegra heldur en að byggja nýja flugstöð út af fyrir sig en sem er þá líka sveigjanlegt þannig að eftir því sem þróunin vindur fram þá geta þessi not verið öðruvísi,“ segir Dagur.
Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda