Einn fullorðinn og átta börn í hópferðabílnum Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 11:00 Frá vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir Fjórir eru á gjörgæslu eftir harðan árekstur tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Um var að ræða árekstur fólksbíls og hópferðabifreiðar, en ökumaður fólksbílsins lést. Níu voru í hópferðabifreiðinni, einn fullorðinn og átta börn. Öll voru þau flutt á sjúkrahús, fjórir á gjörgæslu og fimm á almenna deild. Hinn látni, erlendur ríkisborgari búsettur hér á landi, var einn í fólksbílnum sem var ekið úr borginni en hópferðabílnum var ekið í átt að borginni.Í janúar síðastliðnum varð banaslys á svipuðum slóðum þegar fólksbíll og flutningabíl rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins, karlmaður á fertugsaldri. Vesturlandsvegi var lokað í um tvær klukkustundir í gærkvöldi, frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi, á meðan vinna á vettvangi stóð yfir.Óska eftir vitnum Í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á tólfta tímanum í dag kemur fram að erlendur ríkisborgari, karlmaður á fertugsaldri, sem búsettur var hér á landi hafi látist í slysinu. Hann var ökumaður fólksbifreiðarinnar. Þá óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.is.Tilkynning lögreglu í heild: Rannsókn stendur yfir á umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar lentu saman fólksbifreið og sendibifreið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á fertugsaldri, erlendur ríkisborgari, búsettur hér á landi, lést í slysinu. Níu einstaklingar, sem allir voru í sendibifreiðinni, voru fluttir á slysadeild þar af fjórir taldir alvarlega slasaðir. Í tengslum við rannsóknina óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans og ekki hafa verið í sambandi við lögreglu, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.isUppfært klukkan 11:56 með upplýsingum frá Landspítalanum um að enn væru fjórir á gjörgæslu. Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Fjórir eru á gjörgæslu eftir harðan árekstur tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Um var að ræða árekstur fólksbíls og hópferðabifreiðar, en ökumaður fólksbílsins lést. Níu voru í hópferðabifreiðinni, einn fullorðinn og átta börn. Öll voru þau flutt á sjúkrahús, fjórir á gjörgæslu og fimm á almenna deild. Hinn látni, erlendur ríkisborgari búsettur hér á landi, var einn í fólksbílnum sem var ekið úr borginni en hópferðabílnum var ekið í átt að borginni.Í janúar síðastliðnum varð banaslys á svipuðum slóðum þegar fólksbíll og flutningabíl rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins, karlmaður á fertugsaldri. Vesturlandsvegi var lokað í um tvær klukkustundir í gærkvöldi, frá Þingvallavegi og að Hvalfjarðarvegi, á meðan vinna á vettvangi stóð yfir.Óska eftir vitnum Í tilkynningu frá lögreglu sem send var út á tólfta tímanum í dag kemur fram að erlendur ríkisborgari, karlmaður á fertugsaldri, sem búsettur var hér á landi hafi látist í slysinu. Hann var ökumaður fólksbifreiðarinnar. Þá óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.is.Tilkynning lögreglu í heild: Rannsókn stendur yfir á umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þar lentu saman fólksbifreið og sendibifreið. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á fertugsaldri, erlendur ríkisborgari, búsettur hér á landi, lést í slysinu. Níu einstaklingar, sem allir voru í sendibifreiðinni, voru fluttir á slysadeild þar af fjórir taldir alvarlega slasaðir. Í tengslum við rannsóknina óskar lögregla eftir vitnum að árekstrinum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að honum eða aðdraganda hans og ekki hafa verið í sambandi við lögreglu, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða senda upplýsingar til lögreglu með tölvupósti á netfangið stella.mjoll@lrh.isUppfært klukkan 11:56 með upplýsingum frá Landspítalanum um að enn væru fjórir á gjörgæslu.
Tengdar fréttir Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34