Innlent

Skemmtilegt og mikið hlegið í FB

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir að meirihlutaviðræður gangi vel og að hann sé enn bjartsýnn á að Samfylking, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar nái saman um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir að meirihlutaviðræður gangi vel og að hann sé enn bjartsýnn á að Samfylking, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar nái saman um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg. Vísir/vilhelm

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir að meirihlutaviðræður gangi vel og að hann sé enn bjartsýnn á að Samfylking, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar nái saman um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.

Flokkarnir hittust í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun og unnu fram að borgarstjórnarfundi sem hófst um tvöleytið. Flokkarnir ætla síðan að hittast aftur á morgun í FB klukkan níu og halda viðræðunum áfram.

Eruði farin að sjá til lands í viðræðunum?

„Jájá, við höfum verið bjartsýn alveg frá upphafi og það er góður andi í þessu; skemmtilegt og mikið hlegið,“ segir Dagur glaður í bragði en enginn tímafrestur hafi verið gefinn í þessum efnum því flokkarnir leitist við að vanda til verka.

„Við erum bara að fara yfir málaflokkana, hvern á fætur öðrum.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.