Innlent

Pawel sæmilega bjartsýnn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa fundað stíft undanfarna daga í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. vísir/sigurjón
„Ég tjái mig ekkert sérstaklega um gang viðræðna, við erum að vinna áfram og ég er sæmilega bjartsýnn,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi fyrir Viðreisn í Reykjavík um stöðu viðræðna um myndun meirihluta í borginni.

Viðræðufundi Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lauk í dag klukkan 16.00 en flokkarnir halda áfram þar sem frá var horfið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan 13.00 á morgun. Dagskráin riðlast vegna borgarstjórnarfundar í fyrramálið.

Aðspurður hvort niðurstöður kosninganna séu ákall um breytingar og hvort Viðreisn ætli sér að knýja á um breytingar í Reykjavík svarar Pawel: „Við komum klárlega inn með nýjar áherslur.“

„Hvað mig varðar er maður fyrst og fremst að setjast niður með hópi fólks og að reyna að búa til samstarfsvettvang til næstu fjögurra ára sem á eftir að ganga vel og það er það sem vakir fyrir mér: Að gera sem best,“ segir Pawel sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um samningsmarkmið Viðreisnar.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Pawel Bartoszek og Heiða Björg Hilmisdóttir ræða borgarmálin.vísir/sigurjón

Tengdar fréttir

Skemmtilegt og mikið hlegið í FB

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir að meirihlutaviðræður gangi vel og að hann sé enn bjartsýnn á að Samfylking, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar nái saman um myndun nýs meirihluta í Reykjavíkurborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×