Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Kona sem beitt var grófu ofbeldi af foreldrum sínum í æsku segir skömm og niðurrif hafa fylgt sér alla tíð síðan. Það hafi tekið hana mörg ár að fullvissa sig um að hún væri í raun einhvers virði. Hún segir það krefjandi starf að vera til í samfélagi þar sem fólk skilur ekki. Rætt verður við konuna í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um ástand Vesturlandsvegar, þar sem einn lést og níu slösuðust í fyrrakvöld, og þá staðreynd að slakað hefur verið á öryggisviðmiðum í viðhaldsframkvæmdum hjá Vegagerðinni. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi með nýjustu fréttir af stöðu mála þar.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.