Búið að mynda nýjan meirihluta í Norðurþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2018 18:39 Kristján Þór Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður sveitarstjóri. vísir/stöð 2 Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“ Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir og Samfylkingin og annað félagshyggjufólk hafa gert með sér samkomulag um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Norðurþings kjörtímabilið 2018-2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, sem var faglega ráðinn í það starf fyrir fjórum árum en bauð sig nú fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skipaði þar 1. sæti á lista. Hann verður áfram sveitarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjafulltrúa kjörna, Samfylkingin einn og VG einn. VG missti einn mann og þar með féll meirihluti sem Sjálfstæðismenn og Vinstri græn mynduðu á síðasta kjörtímabili. Framsóknarflokkur fékk svo þrjá menn kjörna og Listi samfélagsins einn mann. Í tilkynningu Kristjáns segir að samkomulagið byggi „á málefnasamningi byggðum á stefnuskrám framboðanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí sl. Fulltrúar listanna þriggja hafa sammælst um að vinna að samstarfi þessu af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi.“ Þá segir að með meirihlutasamstarfinu felist ríkur vilji til þess að „ákvarðanataka sveitarstjórnar miði að því að fjölskyldan verði sett í fyrsta sæti og þjónustan við hana sömuleiðis. Áhersla verði lögð á uppbyggingu svæða og samverustaða sem ýta undir útivist og aukna samveru íbúa Norðurþings.“ Einnig er stefnt að því að vinna markvisst með aðferðafræði Heilsueflandi samfélags þar sem meðal annars á að styðja betur við geðræktarmál, möguleikum til tómstundaiðkunar verður fjölgað og íþróttafélögum gert hærra undir höfði. „Ljóst er að á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á að sveitarstjórn leiti leiða til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki þannig að Norðurþing bjóði uppá enn eftirsóknarverðara umhverfi til búsetu og fyrirtækjareksturs. Áfram verður þó haldið þétt utan um rekstur sveitarfélagins og vanda verður til verka við áætlanagerð og eftirfylgni áætlana. Við viljum að sveitarstjórn og stofnanir sveitarfélagsins tileinki sér aðferðafræði Jákvæðs aga, líkt og unnið er með í nokkrum af grunnstofnunum sveitarfélagsins nú þegar. Þannig næst inn mikilvægt stef í stefnu Norðurþings um heilsueflandi samfélag. Framboðin eru sammála um að sveitarstjóri Norðurþings verði áfram Kristján Þór Magnússon, en tillögur um skipan í önnur embætti kjörinna fulltrúa verði lagðar fram á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 19. júní n.k.“
Kosningar 2018 Norðurþing Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30 Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45 Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina: „Komið gott“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaganna Í öðrum málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarskosningar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um grunnþjónustuna en nærsamfélag og nánasta umhverfi er viðfangsefni sveitarfélaganna. 18. maí 2018 21:30
Vilja nýta bætta fjárhagsstöðu Norðurþings til góðra verkefna Oddvitar framboðslista í Norðurþingi eru sammála um að fjárhagsleg staða sveitarfélagsins hafi styrkst verulega á undanförnum árum og nú sé tækifæri til að fara í ný verkefni og bæta þjónustu á svæðinu. 12. maí 2018 18:45
Formlegar viðræður hafnar í Norðurþingi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og óháðra og Samfylkingar og annars félagshyggjufólks ræða um myndun meirihluta. 28. maí 2018 22:46