Flóðgátt Flóaáveitu opnuð til að vökva blómlegt hérað Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2018 22:45 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, á Brúnastaðaflötum í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39