Flóðgátt Flóaáveitu opnuð til að vökva blómlegt hérað Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2018 22:45 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, á Brúnastaðaflötum í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39