Flóðgátt Flóaáveitu opnuð til að vökva blómlegt hérað Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2018 22:45 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, á Brúnastaðaflötum í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39