Innlent

Hóta að stöðva skráningar í Mentor

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.
Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/VILHELM
Persónuvernd gefur fimm grunnskólum frest til 15. ágúst til að bregðast við þriggja ára gömlu áliti stofnunarinnar um skráningu persónuupplýsinga í Mentor, að öðrum kosti geti komið til þess að skráning persónuupplýsinga í kerfið verði stöðvuð.

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu 2015 að skráning persónuupplýsinga í Mentor bryti í bága við lög um persónuvernd.

Athugun stofnunarinnar beindist að mjög víðtækri skráningu persónuupplýsinga meðal annars um andlegt og líkamlegt heilsufar nemenda, jafnvel klæðaburð og framkomu foreldra þeirra.

Kröfur stofnunarinnar um úrbætur lúta að því að koma skráningu í lögmætt horf og gerð verklagsreglna um samræmda skráningu sem kveði á um hvaða upplýsingar skuli skrá, hverjum skuli birta þær og hvernig eftirliti skuli háttað.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×