Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forseti Alþingis bað í dag þjóðina afsökunar á hegðun sex þingmanna sem gerðust uppvísir að óráðshjali um konur, fatlaða og hinsegin fólk utan veggja þinghússins í nóvember. Forseti staðfesti að atvikið hafi gerst þegar þingfundur stóð yfir. Forsætisnefnd ákvað í dag að hefja skoðun á hegðun og framkomu þingmannanna, sem náðist á upptöku og er þetta í fyrsta skipti sem siðanefnd er virkjuð vegna svona máls.

Fjallað verður ítarlega um Klausturmálið svokallaða í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl.18:30 enda eru enn að birtast nýjar fréttir og upptökur frá kvöldinu 20. nóvember þegar þingmennirnir létu gamminn geisa á Klaustur Bar.

Við höldum einnig áfram að fjalla um sviptingar á flugmarkaði. Hlutabréf í Icelandair Group héldu áfram að lækka í Kauphöll Íslands í dag og lækkuðu um rúmlega 9 prósent. Gengið tók dýfu eftir að hætt var við samrunann við WOW air á fimmtudag og hefur lækkað á hverjum viðskiptadegi síðan.

Við förum einnig til Akureyrar í snjóinn en met var slegið í morgun í snjódýpt í desember og við heyrum leikkonur leiklesa Klaustursamtölin í Borgarleikhúsinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×