Tíska og tónlist í fyrirúmi í nýju listarými Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. maí 2018 06:15 Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Natalia Sushchenko og Árni Guðjónsson sem standa að rýminu. Vísir/eyþór Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira
Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Fleiri fréttir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Sjá meira