Ók aftur af vinstri akrein yfir á þá hægri Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. maí 2018 19:00 Um fimmtíu ár eru síðan skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Forvarnir og vitundarvakning vegfarenda hefur orðið til þess að slysum á börnum í umferðinni hefur fækkað um rúm 30 prósent frá aldamótum. Mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila var aðdragandinn að því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968, en rúmum fjórum árum áður ályktaði Alþingi að skora á þáverandi ríkisstjórn að hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að hægri handar akstur yrði tekinn hér á landi. Breytingin var gerð með táknrænum hætti á Skúlagötu á sínum tíma fyrir framan hús Ríkisútvarpsins sem var ekki tilviljun því með þeim hætti var hægt að lýsa því sem fyrir augum bar í beinni útsendingu í útvarpi. Bíllinn sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein á sínum tíma var notaður til þess að minnast tímamótanna í dag og það með sama hætti, á sama stað og með sama bílstjóra en Valgarð Briem átti sæti starfshópnum sem vann að breytingunum á sínum tíma sem hann segir marga hafa verið á móti.Valgarð Briem og Þórólfur Árnason setjast inn í bílinn við athöfnina í dagVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Og þeir skrifuðu greinar og héldu fundi og þarf var prestur, ákaflega vinsæll prestur, sem að hélt ræðu á fundinum og spurði, hver þurrkar blóð og þerrar þau tár sem þessi breyting hefur í för með sér,“ sagði Valgarð Briem, þáverandi formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar þegar hann minntist tímamótanna í dag. Með Valgarð í bílnum í dag var forstjóri Samgöngustofu en þar fyrir aftan þá mættist nýi tíminn, bíll sem er sjálfkeyrandi að hluta, 17 ára ökumanni og með honum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fram kom við athöfnina í dag að umferðarslysum á börnum hefur fækkað á undanförnum árum. En frá aldamótum nemur fækkunin 35% en þar má að mestu þakka betri öryggisbúnaði og forvörnum. „Ég ætla ekkert endilega að segja að fjármagnið skorti. Þetta er allt upp í hausnum á fólki. Sumt er hægt að gera mjög ódýrt að hafa áhrif og fræðsla er oft á tíðum það sem skilar bestum árangri,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu við athöfnina í dag. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Um fimmtíu ár eru síðan skipt var yfir í hægri umferð á Íslandi. Forvarnir og vitundarvakning vegfarenda hefur orðið til þess að slysum á börnum í umferðinni hefur fækkað um rúm 30 prósent frá aldamótum. Mikill undirbúningur og þrotlaus vinna margra aðila var aðdragandinn að því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968, en rúmum fjórum árum áður ályktaði Alþingi að skora á þáverandi ríkisstjórn að hefja hið allra fyrsta undirbúning að því, að hægri handar akstur yrði tekinn hér á landi. Breytingin var gerð með táknrænum hætti á Skúlagötu á sínum tíma fyrir framan hús Ríkisútvarpsins sem var ekki tilviljun því með þeim hætti var hægt að lýsa því sem fyrir augum bar í beinni útsendingu í útvarpi. Bíllinn sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein á sínum tíma var notaður til þess að minnast tímamótanna í dag og það með sama hætti, á sama stað og með sama bílstjóra en Valgarð Briem átti sæti starfshópnum sem vann að breytingunum á sínum tíma sem hann segir marga hafa verið á móti.Valgarð Briem og Þórólfur Árnason setjast inn í bílinn við athöfnina í dagVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Og þeir skrifuðu greinar og héldu fundi og þarf var prestur, ákaflega vinsæll prestur, sem að hélt ræðu á fundinum og spurði, hver þurrkar blóð og þerrar þau tár sem þessi breyting hefur í för með sér,“ sagði Valgarð Briem, þáverandi formaður framkvæmdanefndar hægri umferðar þegar hann minntist tímamótanna í dag. Með Valgarð í bílnum í dag var forstjóri Samgöngustofu en þar fyrir aftan þá mættist nýi tíminn, bíll sem er sjálfkeyrandi að hluta, 17 ára ökumanni og með honum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Fram kom við athöfnina í dag að umferðarslysum á börnum hefur fækkað á undanförnum árum. En frá aldamótum nemur fækkunin 35% en þar má að mestu þakka betri öryggisbúnaði og forvörnum. „Ég ætla ekkert endilega að segja að fjármagnið skorti. Þetta er allt upp í hausnum á fólki. Sumt er hægt að gera mjög ódýrt að hafa áhrif og fræðsla er oft á tíðum það sem skilar bestum árangri,“ sagði Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu við athöfnina í dag.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira