Tveimur vísað úr landi áður en frestur var liðinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. maí 2018 16:00 Útlendingastofnun telur að mennirnir hafi tafið fyrir málsmeðferð. Vísir/Vilhelm Tveimur hælisleitendum var vísað úr landi í nótt án þess að málum þeirra væri lokið hjá Útlendingastofnun. Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur Rauða krossins, í samtali við Vísi. Í báðum tilfellum höfðu mennirnir verið hér á landi í meira en tólf mánuði. Samkvæmt 2. málsgrein 36. greinar útlendingalaga ber að taka mál til efnismeðferðar ef 12 mánuðir hafa liðið frá umsókn um alþjóðlega vernd séu tafir á afgreiðslu hennar ekki á ábyrgð umsækjenda sjálfs. Guðríður Lára segir að tafir á málsmeðferð séu túlkaðar á ýmsan hátt. Í tilfelli annars mannsins sem var vísað úr landi í nótt, tvítugs manns frá Afganistan, byggði Útlendingastofnun mál sitt á því að hann hafði framvísað fölsuðum skilríkjum þegar hann kom hingað til lands þann 15. maí í fyrra. „Við sendum inn endurupptökubeiðni eins og alltaf þegar þessi tólf mánaða frestur er liðinn. Við óskum eftir því að málið sé tekið fyrir á þeim grundvelli,“ segir Guðríður Lára í samtali við Vísi. „Við fáum frest til 24. maí til að leggja fram frekari andmæli. Í gær fáum við svo upplýsingar um að það eigi að flytja hann í nótt. Við getum bara lagt fram andmæli en þau voru ekki tilbúin.“Guðríður Lára Þórhallsdóttir, lögfræðingur Rauða krossins.Vísir/ErnirEkki komið fyrir áður Guðríður segir það ekki hafa komið fyrir áður í málum þar sem tólf mánaða fresturinn sé liðinn að menn séu fluttir úr landi áður en úrskurðað hefur verið um hvort fallist sé á endurupptökubeiðni. Rauði krossinn hafi komist að því að hann hafi framvísað fölskum skilríkjum en að lögregla hafi ekki ákært manninn fyrir það fyrr en hann hafði verið á landinu í tíu mánuði. Þá hafi maðurinn játað. „Á þessu ætlar Útlendingastofnun að réttlæta að hann hafi sjálfur tafið fyrir málinu með því að leggja fram fölsuð gögn.“ Guðríður segir að margir vankantar séu í málinu. „Í fyrsta lagi þessi rosalega langi tími sem lögreglan tekur til að leggja fram ákæru og hins vegar að flóttamannasamningurinn kveðjur á um refsileysi þegar þú leggur fram fölsuð skilríki,“ segir hún. „Þetta er alveg ný túlkun hjá Útlendingastofnun og mjög alvarlegt að þetta skuli koma upp á einhverjum handahlaupum. Að það sé ekki hægt að fá almennilegan úrskurð.“Mikilvægt að réttindi fólks séu virt Mennirnir tveir sem fluttir voru úr landi í nótt voru báðir sendir héðan með vísun í Dyflinnarreglugerðina. Báðir voru þeir sakaðir um að hafa tafið fyrir málsmeðferð og í báðum tilvikum var frestur um endurupptökubeiðni ekki runninn út. Rauði krossinn hafði óskað eftir frestun réttaráhrifa en kærunefnd sá ekki ástæðu til að fallast á það. Þá hafi þau jafnframt óskað eftir því að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurðað hafi verið um endurupptöku málanna en því var einnig hafnað. Rauði Krossinn var í sambandi við Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og lögreglu fram á kvöld í gær en án árangurs. „Þetta er deila sem kærunefnd átti eftir að úrskurða um. Það að menn séu fluttir fyrir úrskurð kærunefndar. þetta er algjör nýlunda og allt hið furðulegasta,“ segir Guðríður. „Það er ekki eins og við séum búin að vera að senda einhverjar endurupptökubeiðnir aftur og aftur. Þetta er prinsipp mál. Það er mjög mikilvægt að þessi réttur sé ekki tekinn af fólki, með þessum hætti.“ Aðspurð um hver næstu skref í málum mannanna séu segist Guðríður gera ráð fyrir að þeir fái að snúa aftur til landsins ef kærunefnd útlendingamála úrskurði þeim í vil.Athugasemd frá Útlendingastofnun Útlendingastofnun vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við fréttina: „Í fréttinni er haft eftir lögfræðingi hjá Rauða krossinum að einstaklingum hafi verið vísað úr landi í nótt án þess að málum þeirra væri lokið hjá Útlendingastofnun. Þetta er ekki rétt. Útlendingastofnun hafði tekið ákvarðanir í málum þeirra sem báðar höfðu verið staðfestar af kærunefnd útlendingamála.Í orðum sem höfð eru eftir lögfræðingnum er látið að því liggja að Útlendingastofnun hafi á handahlaupum haft áhrif á framkvæmd þessara ákvarðana með nýrri lagatúlkun. Hið rétta er að lagðar höfðu verið inn beiðnir um endurupptöku málanna til kærunefndar útlendingamála en sem lægra sett stjórnvald getur Útlendingastofnun ekki endurupptekið eða endurskoðað mál sem æðra sett stjórnvald hefur kveðið upp úrskurð í.Með endurupptökubeiðnunum var jafnframt óskað eftir frestun réttaráhrifa en kærunefnd útlendingamála er heimilt að fresta framkvæmd telji hún að sýnt hafi verið fram á að verulega breyttar aðstæður hafi skapast frá því að endanleg ákvörðun var tekin.Rétt eftir klukkan sex í gærkvöldi tilkynnti kærunefnd útlendingamála öllum hlutaðeigandi, þ.m.t. talsmanni Rauða krossins, að nefndin teldi ekki forsendur til að fresta framkvæmd á flutningi viðkomandi einstaklinga. Voru þeir því fluttir úr landi í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöður í málum þeirra.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Tveimur hælisleitendum var vísað úr landi í nótt án þess að málum þeirra væri lokið hjá Útlendingastofnun. Þetta staðfestir Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur Rauða krossins, í samtali við Vísi. Í báðum tilfellum höfðu mennirnir verið hér á landi í meira en tólf mánuði. Samkvæmt 2. málsgrein 36. greinar útlendingalaga ber að taka mál til efnismeðferðar ef 12 mánuðir hafa liðið frá umsókn um alþjóðlega vernd séu tafir á afgreiðslu hennar ekki á ábyrgð umsækjenda sjálfs. Guðríður Lára segir að tafir á málsmeðferð séu túlkaðar á ýmsan hátt. Í tilfelli annars mannsins sem var vísað úr landi í nótt, tvítugs manns frá Afganistan, byggði Útlendingastofnun mál sitt á því að hann hafði framvísað fölsuðum skilríkjum þegar hann kom hingað til lands þann 15. maí í fyrra. „Við sendum inn endurupptökubeiðni eins og alltaf þegar þessi tólf mánaða frestur er liðinn. Við óskum eftir því að málið sé tekið fyrir á þeim grundvelli,“ segir Guðríður Lára í samtali við Vísi. „Við fáum frest til 24. maí til að leggja fram frekari andmæli. Í gær fáum við svo upplýsingar um að það eigi að flytja hann í nótt. Við getum bara lagt fram andmæli en þau voru ekki tilbúin.“Guðríður Lára Þórhallsdóttir, lögfræðingur Rauða krossins.Vísir/ErnirEkki komið fyrir áður Guðríður segir það ekki hafa komið fyrir áður í málum þar sem tólf mánaða fresturinn sé liðinn að menn séu fluttir úr landi áður en úrskurðað hefur verið um hvort fallist sé á endurupptökubeiðni. Rauði krossinn hafi komist að því að hann hafi framvísað fölskum skilríkjum en að lögregla hafi ekki ákært manninn fyrir það fyrr en hann hafði verið á landinu í tíu mánuði. Þá hafi maðurinn játað. „Á þessu ætlar Útlendingastofnun að réttlæta að hann hafi sjálfur tafið fyrir málinu með því að leggja fram fölsuð gögn.“ Guðríður segir að margir vankantar séu í málinu. „Í fyrsta lagi þessi rosalega langi tími sem lögreglan tekur til að leggja fram ákæru og hins vegar að flóttamannasamningurinn kveðjur á um refsileysi þegar þú leggur fram fölsuð skilríki,“ segir hún. „Þetta er alveg ný túlkun hjá Útlendingastofnun og mjög alvarlegt að þetta skuli koma upp á einhverjum handahlaupum. Að það sé ekki hægt að fá almennilegan úrskurð.“Mikilvægt að réttindi fólks séu virt Mennirnir tveir sem fluttir voru úr landi í nótt voru báðir sendir héðan með vísun í Dyflinnarreglugerðina. Báðir voru þeir sakaðir um að hafa tafið fyrir málsmeðferð og í báðum tilvikum var frestur um endurupptökubeiðni ekki runninn út. Rauði krossinn hafði óskað eftir frestun réttaráhrifa en kærunefnd sá ekki ástæðu til að fallast á það. Þá hafi þau jafnframt óskað eftir því að brottvísuninni yrði frestað þar til úrskurðað hafi verið um endurupptöku málanna en því var einnig hafnað. Rauði Krossinn var í sambandi við Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og lögreglu fram á kvöld í gær en án árangurs. „Þetta er deila sem kærunefnd átti eftir að úrskurða um. Það að menn séu fluttir fyrir úrskurð kærunefndar. þetta er algjör nýlunda og allt hið furðulegasta,“ segir Guðríður. „Það er ekki eins og við séum búin að vera að senda einhverjar endurupptökubeiðnir aftur og aftur. Þetta er prinsipp mál. Það er mjög mikilvægt að þessi réttur sé ekki tekinn af fólki, með þessum hætti.“ Aðspurð um hver næstu skref í málum mannanna séu segist Guðríður gera ráð fyrir að þeir fái að snúa aftur til landsins ef kærunefnd útlendingamála úrskurði þeim í vil.Athugasemd frá Útlendingastofnun Útlendingastofnun vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við fréttina: „Í fréttinni er haft eftir lögfræðingi hjá Rauða krossinum að einstaklingum hafi verið vísað úr landi í nótt án þess að málum þeirra væri lokið hjá Útlendingastofnun. Þetta er ekki rétt. Útlendingastofnun hafði tekið ákvarðanir í málum þeirra sem báðar höfðu verið staðfestar af kærunefnd útlendingamála.Í orðum sem höfð eru eftir lögfræðingnum er látið að því liggja að Útlendingastofnun hafi á handahlaupum haft áhrif á framkvæmd þessara ákvarðana með nýrri lagatúlkun. Hið rétta er að lagðar höfðu verið inn beiðnir um endurupptöku málanna til kærunefndar útlendingamála en sem lægra sett stjórnvald getur Útlendingastofnun ekki endurupptekið eða endurskoðað mál sem æðra sett stjórnvald hefur kveðið upp úrskurð í.Með endurupptökubeiðnunum var jafnframt óskað eftir frestun réttaráhrifa en kærunefnd útlendingamála er heimilt að fresta framkvæmd telji hún að sýnt hafi verið fram á að verulega breyttar aðstæður hafi skapast frá því að endanleg ákvörðun var tekin.Rétt eftir klukkan sex í gærkvöldi tilkynnti kærunefnd útlendingamála öllum hlutaðeigandi, þ.m.t. talsmanni Rauða krossins, að nefndin teldi ekki forsendur til að fresta framkvæmd á flutningi viðkomandi einstaklinga. Voru þeir því fluttir úr landi í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöður í málum þeirra.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira