Innlent

Hefja úttekt á skotvopnum lögreglu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Almennir lögregluþjónar hafa fengið þjálfun í meðhöndlun skotvopna.
Almennir lögregluþjónar hafa fengið þjálfun í meðhöndlun skotvopna. Vísir/Eyþór
Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja stjórnsýslu­úttekt á skráningu, varðveislu og meðferð lögregluvopna. Niðurstöður verða kynntar Alþingi í haust.

Fyrir eru fjórar úttektir stofnunarinnar í vinnslu auk almennra eftirfylgniúttekta í kjölfar fyrri skýrslna.

Þar er um að ræða skýrslu um stöðu í heilbrigðisþjónustu við fanga, skýrsla um árangur af fækkun sýslumannsembætta, skýrsla um eftirlit Fiskistofu og svo er skýrsla um starfsemi Útlendingastofnunar. Síðastnefnda skýrslan er unnin að beiðni Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×