Ferðalag í gegnum tímann og tómið út í óvissuna Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2018 08:00 Hrafnkell Sigurðsson segir að ímyndunaraflinu séu engin takmörk sett. Vísir/stefán Myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson hefur farið víða í ljósmyndaverkum sínum á undangengnum árum. Verk hans hafa farið með áhorfandann um borgir, sveit og jafnvel undir yfirborð sjávar en í sýningu sem Hrafnkell opnar í Hverfisgalleríi í dag undir yfirskriftinni Upplausn, er förinni heitið langtum lengra en við höfum áður séð eða langt út í geim og í gegnum tímann.Á milli vetrarbrauta Hrafnkell segir að það sé reyndar ekki einfalt mál að útskýra þetta ferðalag en það sem hann sýni að þessu sinni séu uppstækkaðir pixlar. „Þetta eru pixlar sem er búið að stækka upp aftur og aftur. Viðkomandi pixill eða myndhluti er tekinn úr ljósmynd af vetrarbrautunum sem var tekin af Hubble-sjónaukanum. Myndin var tekin þannig að myndavélinni var beint á lítinn svartan blett á stjörnuhimninum og síðan var sá blettur stækkaður upp. Vísindamennirnir héldu að þar væri ekkert, að þar væri bara allt svart, en í ljós komu þúsundir vetrarbrauta.“ Hrafnkell útskýrir að þegar maður horfir svona langt út í geim sé maður í raun farinn að horfa langt aftur í tímann í átt að upphafi heimsins. „Já, það sem teiknar upp upplýsingarnar sem ég vinn með er margra milljarða ára gamalt ljós. En ég er að leika mér með þá hugmynd að ég geti tekið þessa ljósmynd af vetrarbrautunum og stækkað upp svartan blett á milli vetrarbrautanna og farið þannig enn þá lengra aftur í tímann. Það er svona hugmyndafræðilegur bakgrunnur verkanna.“ Hrafnkell segir að þegar hann hafi verið kominn svona langt inn í myndina, inn í pixilinn, þá hafi sitthvað forvitnilegt farið að gerast. „Þarna er maður líka kominn inn í ímyndunaraflið og þetta rennur allt saman í eitt. Kominn inn í heim skáldskaparins vegna þess að tæknin komst ekki lengra. En ímyndunaraflið kemst lengra. Það kemst alltaf lengra.“ Áfram, áfram Aðspurður segir Hrafnkell að það hafi ekki verið neitt mál að útvega sér réttu myndina úr Hubble-sjónaukanum. „Maður fer bara á netið og þar er myndin aðgengileg öllum sem vilja. En ég skal hins vegar alveg játa að ferlið sem svo tók við, að fara alltaf dýpra og dýpra inn í myndina, var ekki þrautalaust. Ég setti mér það markmið að fara eins langt og ég gæti og svo lengra. Þannig að þetta var alveg miskunnarlaust, áfram, áfram, lengra, lengra. Ég var stundum í margar vikur týndur í einhverri þoku. Vissi ekkert hvernig verkið yrði eða hvað ég vildi. Var bara að bíða eftir því að það kæmi eitthvað og þá hrærði ég í myndinni fram og til baka, prófaði endalaust þangað til eitthvað gerðist sem mér fannst vera eitthvað sem ég gat unnið með. Þá komu kannski form eða munstur sem ég gat síðan komið áfram og unnið í endanlegt form. Þannig að þegar ég var búinn að finna það sem ég gat unnið með tók við vinna við að koma þessu í form. Þessi reyndi alveg á,“ segir Hrafnkell og brosir. „Ég var týndur inni í einhverjum pixlum, í miðjum niðdimmum íslenskum vetri á meðan óveðrið gekk yfir, rýndi aftur í tímann og inn í eigið ímyndunarafl. Við þessar aðstæður mætir maður sjálfum sér.“ Bókstaflega til úr engu Sú hugmynd kemur upp í hugann hvort það hafi ekki reynst Hrafnkeli erfitt að segja stopp í slíkri leit en hann segir að svo hafi ekki verið. „Nei, það var merkilega skýrt þegar ég var búinn að finna það sem ég gat unnið með og eins þegar ég var búinn að klára það. Það var alveg á tæru.“En það hlýtur að vera sterk upplifun eftir svona mikla leit? „Já, vissulega. Þegar maður fer með þessum ásetningi, að fara eins langt og hægt er og aldrei gefast upp. Að sitja fyrir framan tómið, fyrir framan skjáinn, og reyna að ferðast áfram í gegnum óvissuna í leit að einhverju, þá gerist eitthvað. Þetta er í rauninni mjög djúp hugleiðing. Og ég get alveg sagt að ég hafi upplifað óvænta hluti sem komu mér algjörlega á óvart. Þetta var reynsla.“Þannig að þetta hefur ekki síður reynt á þitt innra líf en tæknimanninn? „Algjörlega. Þetta var mjög áhugavert vegna þess að þetta varð bókstaflega til úr engu. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að gera þetta eða hvað ég ætti að gera en svo birtist það og skýrðist fyrir mér.“ Á sýningunni í Hverfisgalleríi er Hrafnkell með fimm verk. Hann segir að þegar hann hafi verið búinn með fjögur hafi hann haldið að hann gæti ekki gert meira. „Þetta reyndi það mikið á mig. En þetta kallaði á fimmtu myndina og hún þurfti helst að vera öðruvísi, ég vissi það. Hinar eru allar dimmar og ég var að vonast eftir því að ég gæti gert andhverfumynd. Mynd sem í væri meira ljós en ég vissi ekkert hvernig ég ætti að gera það. En á endanum varð til mynd sem er eins og ég sé kominn að sjálfu upphafinu. Það er eins og maður sé kominn að rafgasveggnum sem umlykur Miklahvell. Það var upplifun. Þarna var ég kominn að sjálfu ljóshvelinu og þar fer ekkert í gegn nema hugsanlega ímyndunaraflið. Því eru engin takmörk sett.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson hefur farið víða í ljósmyndaverkum sínum á undangengnum árum. Verk hans hafa farið með áhorfandann um borgir, sveit og jafnvel undir yfirborð sjávar en í sýningu sem Hrafnkell opnar í Hverfisgalleríi í dag undir yfirskriftinni Upplausn, er förinni heitið langtum lengra en við höfum áður séð eða langt út í geim og í gegnum tímann.Á milli vetrarbrauta Hrafnkell segir að það sé reyndar ekki einfalt mál að útskýra þetta ferðalag en það sem hann sýni að þessu sinni séu uppstækkaðir pixlar. „Þetta eru pixlar sem er búið að stækka upp aftur og aftur. Viðkomandi pixill eða myndhluti er tekinn úr ljósmynd af vetrarbrautunum sem var tekin af Hubble-sjónaukanum. Myndin var tekin þannig að myndavélinni var beint á lítinn svartan blett á stjörnuhimninum og síðan var sá blettur stækkaður upp. Vísindamennirnir héldu að þar væri ekkert, að þar væri bara allt svart, en í ljós komu þúsundir vetrarbrauta.“ Hrafnkell útskýrir að þegar maður horfir svona langt út í geim sé maður í raun farinn að horfa langt aftur í tímann í átt að upphafi heimsins. „Já, það sem teiknar upp upplýsingarnar sem ég vinn með er margra milljarða ára gamalt ljós. En ég er að leika mér með þá hugmynd að ég geti tekið þessa ljósmynd af vetrarbrautunum og stækkað upp svartan blett á milli vetrarbrautanna og farið þannig enn þá lengra aftur í tímann. Það er svona hugmyndafræðilegur bakgrunnur verkanna.“ Hrafnkell segir að þegar hann hafi verið kominn svona langt inn í myndina, inn í pixilinn, þá hafi sitthvað forvitnilegt farið að gerast. „Þarna er maður líka kominn inn í ímyndunaraflið og þetta rennur allt saman í eitt. Kominn inn í heim skáldskaparins vegna þess að tæknin komst ekki lengra. En ímyndunaraflið kemst lengra. Það kemst alltaf lengra.“ Áfram, áfram Aðspurður segir Hrafnkell að það hafi ekki verið neitt mál að útvega sér réttu myndina úr Hubble-sjónaukanum. „Maður fer bara á netið og þar er myndin aðgengileg öllum sem vilja. En ég skal hins vegar alveg játa að ferlið sem svo tók við, að fara alltaf dýpra og dýpra inn í myndina, var ekki þrautalaust. Ég setti mér það markmið að fara eins langt og ég gæti og svo lengra. Þannig að þetta var alveg miskunnarlaust, áfram, áfram, lengra, lengra. Ég var stundum í margar vikur týndur í einhverri þoku. Vissi ekkert hvernig verkið yrði eða hvað ég vildi. Var bara að bíða eftir því að það kæmi eitthvað og þá hrærði ég í myndinni fram og til baka, prófaði endalaust þangað til eitthvað gerðist sem mér fannst vera eitthvað sem ég gat unnið með. Þá komu kannski form eða munstur sem ég gat síðan komið áfram og unnið í endanlegt form. Þannig að þegar ég var búinn að finna það sem ég gat unnið með tók við vinna við að koma þessu í form. Þessi reyndi alveg á,“ segir Hrafnkell og brosir. „Ég var týndur inni í einhverjum pixlum, í miðjum niðdimmum íslenskum vetri á meðan óveðrið gekk yfir, rýndi aftur í tímann og inn í eigið ímyndunarafl. Við þessar aðstæður mætir maður sjálfum sér.“ Bókstaflega til úr engu Sú hugmynd kemur upp í hugann hvort það hafi ekki reynst Hrafnkeli erfitt að segja stopp í slíkri leit en hann segir að svo hafi ekki verið. „Nei, það var merkilega skýrt þegar ég var búinn að finna það sem ég gat unnið með og eins þegar ég var búinn að klára það. Það var alveg á tæru.“En það hlýtur að vera sterk upplifun eftir svona mikla leit? „Já, vissulega. Þegar maður fer með þessum ásetningi, að fara eins langt og hægt er og aldrei gefast upp. Að sitja fyrir framan tómið, fyrir framan skjáinn, og reyna að ferðast áfram í gegnum óvissuna í leit að einhverju, þá gerist eitthvað. Þetta er í rauninni mjög djúp hugleiðing. Og ég get alveg sagt að ég hafi upplifað óvænta hluti sem komu mér algjörlega á óvart. Þetta var reynsla.“Þannig að þetta hefur ekki síður reynt á þitt innra líf en tæknimanninn? „Algjörlega. Þetta var mjög áhugavert vegna þess að þetta varð bókstaflega til úr engu. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að gera þetta eða hvað ég ætti að gera en svo birtist það og skýrðist fyrir mér.“ Á sýningunni í Hverfisgalleríi er Hrafnkell með fimm verk. Hann segir að þegar hann hafi verið búinn með fjögur hafi hann haldið að hann gæti ekki gert meira. „Þetta reyndi það mikið á mig. En þetta kallaði á fimmtu myndina og hún þurfti helst að vera öðruvísi, ég vissi það. Hinar eru allar dimmar og ég var að vonast eftir því að ég gæti gert andhverfumynd. Mynd sem í væri meira ljós en ég vissi ekkert hvernig ég ætti að gera það. En á endanum varð til mynd sem er eins og ég sé kominn að sjálfu upphafinu. Það er eins og maður sé kominn að rafgasveggnum sem umlykur Miklahvell. Það var upplifun. Þarna var ég kominn að sjálfu ljóshvelinu og þar fer ekkert í gegn nema hugsanlega ímyndunaraflið. Því eru engin takmörk sett.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira