Innlent

Höfðu afskipti af nemanda sem hótaði ofbeldi gegn skólafélögum

Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrr í vikunni ábending þess efnis að nemandi í skóla á svæðinu hafi sent frá sér færslu á samfélagsmiðlum þar sem hótað var að beita ofbeldi gagnvart skólafélögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að verkferlar voru virkjaðir og hóf lögreglan þegar rannsókn í samstarfi við foreldra nemandans, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur í skólanum er um ræðir. Rannsókn lögreglu er að mestu lokið og málið í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. Lögreglan segist ekki ætla að tjá sig frekar um málið. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu kom málið upp í Kópavogi í gær og var strax tekið föstum tökum og hefur fréttastofa upplýsingar um að lögreglan hafi vaktað skólann sem um ræðir í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu var um að ræða grunnskóla. 




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×