Forstjóri Landspítalans: Óhætt að segja að það sé uggur og urgur í hópi ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 18:15 Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í ágúst. Yfir 20 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum en forstjóri spítalans hvetur samningsaðila til að ná sáttum. vísir/vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. Enn á ný hvetur hann samningsaðila til sátta en Landspítalinn er ekki aðili að deilunni. Páll fundaði með ljósmæðrum í vikunni og segir í pistlinum að spítalinn taki undir með heilbrigðisráðherra sem styður ljósmæður í kjarabaráttunni. „Það er ýmislegt sem spítalinn getur gert og lýtur að vinnuumhverfi og aðstæðum ljósmæðra og áttum við góðar samræður um það á fundinum. Því miður er það þó svo að óhætt er að segja að bæði sé uggur og urgur í hópi þessa mikilvægu starfsstéttar. Annars vegar hefur á þriðja tug þeirra sagt upp störfum og ef þær uppsagnir koma til framkvæmda mun meginþorri þeirra gera það á háannatíma hér á spítalanum. Hins vegar er ljóst að ekki er gróið um heilt frá síðustu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Ég vil enn og aftur hvetja samningsaðila til að ná sáttum hið allra fyrsta. Hver dagur í þessari óvissu er öllum þungbær og því eru fréttir af því að til land sjáist í deilunni afskaplega ánægjulegar,“ segir Páll. Hann vísar í fréttir í dag þess efnis að það sjái til lands í deilunni að því er Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag. Samninganefndirnar héldu óformlegan vinnudag í fyrradag og munu hittast á ný á mánudag en næsti formlegi fundur hjá ríkissáttasemjara verður næstkomandi miðvikudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, gerir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins að umræðu í vikulegum forstjórapistli sínum í dag eins og oft áður undanfarnar vikur. Enn á ný hvetur hann samningsaðila til sátta en Landspítalinn er ekki aðili að deilunni. Páll fundaði með ljósmæðrum í vikunni og segir í pistlinum að spítalinn taki undir með heilbrigðisráðherra sem styður ljósmæður í kjarabaráttunni. „Það er ýmislegt sem spítalinn getur gert og lýtur að vinnuumhverfi og aðstæðum ljósmæðra og áttum við góðar samræður um það á fundinum. Því miður er það þó svo að óhætt er að segja að bæði sé uggur og urgur í hópi þessa mikilvægu starfsstéttar. Annars vegar hefur á þriðja tug þeirra sagt upp störfum og ef þær uppsagnir koma til framkvæmda mun meginþorri þeirra gera það á háannatíma hér á spítalanum. Hins vegar er ljóst að ekki er gróið um heilt frá síðustu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Ég vil enn og aftur hvetja samningsaðila til að ná sáttum hið allra fyrsta. Hver dagur í þessari óvissu er öllum þungbær og því eru fréttir af því að til land sjáist í deilunni afskaplega ánægjulegar,“ segir Páll. Hann vísar í fréttir í dag þess efnis að það sjái til lands í deilunni að því er Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag. Samninganefndirnar héldu óformlegan vinnudag í fyrradag og munu hittast á ný á mánudag en næsti formlegi fundur hjá ríkissáttasemjara verður næstkomandi miðvikudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. 9. maí 2018 18:30
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44