Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Grétar Þór Sigurðsson skrifar 12. maí 2018 10:00 Í hugmyndinni er gert ráð fyrir landfyllingum við Örfirisey. Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. Hugmyndin er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi landsvæði í Örfirisey. Í kynningarefni frá flokknum segir einnig að án bílaumferðar megi nýta meira svæði undir íbúðarhúsnæði. Hugmynd flokksins gerir ráð fyrir bílastæðahúsi við jaðar byggðarinnar sem gerir íbúum kleift að eiga bíl. Bílar færu hins vegar ekki inn í hverfið. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu sem tengir Örfirisey þannig við miðbæinn. Brúin yrði opnanleg til þess að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. „Í fyrsta lagi er þetta sem við leggjum fram hugmynd,“ segir Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista flokksins, um bíllausa byggð í Örfirisey. Hún bendir á að alltaf þyrfti að fara fram hugmyndasamkeppni um útlit svæðisins áður en ráðist yrði í frekara skipulag. Í kynningarefninu er sagt að áhersla sé lögð á búsetukosti sem svara áhuga ungs fólks. „Hugmyndin er að ýta undir að byggðar verði litlar og hagkvæmar einingar,“ segir Hildur. „Það er ekki dýrt að ráðast í landfyllingu,“ segir Hildur þegar hún er spurð að því hvort ekki sé líklegt að kostnaður við landfyllingar muni hækka verð lóðanna. Hún segir þvert á móti landfyllingu geta verið góða fjárfestingu fyrir borgina sem skili hagnaði í kjölfar lóðasölu. Þá segir í kynningunni að flokkurinn vilji skoða að í Örfirisey verði í boði öðruvísi búsetuform en almennt tíðkast. Þar er um að ræða fjölbýli með smáum íbúðum og sameiginlegri aðstöðu, til að mynda kaffihúsi og sameiginlegu þvottahúsi. Flokkurinn leggur einnig til að svokallaður BSÍ-reitur verði notaður til uppbyggingar á allt að 600 íbúðum. Reiturinn sem er um fimm hektarar að stærð er allur í eigu Reykjavíkurborgar. Í kynningarefninu er sagt að byggð á þessum svæðum muni leiða til þess að fleiri geti búið í námunda við stærstu vinnustaði borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira