Innlent

Mótmæla tillögum um auknar álögur á gos

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landlæknir vill að skattar á gosdrykki verði hækkaðir.
Landlæknir vill að skattar á gosdrykki verði hækkaðir. vísir/Getty
Samtök iðnaðarins mótmæla tillögum Embættis landlæknis um að auka álögur á gosdrykki og hafa sent bréf þess efnis til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

Í bréfinu, sem sagt er frá á vef Samtaka iðnaðarins, segir að sérstök skattlagning einstakra vöruflokka feli í sér mismunun og skerði samkeppnisstöðu þeirrar greinar sem í hlut á.

„SI hafa ávallt barist fyrir jafnræði á markaði og að þar ríki almennar og einfaldar reglur. Benda má á að íslensk stjórnvöld hafa reynt hvort tveggja, sértæka skattheimtu af stökum vöruflokkum og almenna skattlagningu á sykri í matvælum, til að stýra neyslu almennings. Hvorugt hefur skilað þeim árangri sem að var stefnt og einungis haft í för með sér umtalsverðan kostnað og óhagræði sem bæði hefur komið niður á fyrirtækjum og almenningi,“ segir í bréfinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×