Oddvitaáskorunin: Sendi ástarjátningar á rangt númer Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2018 13:00 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Mitt stærsta verkefni í lífinu er að vera mamma og stjúpa barnanna minna. Ég legg mig fram við það verkefni eins og ég legg mig fram í vinnu minni, að vera hreinskilin, ákveðin og traust. Ég hræðist ekki að taka af skarið og koma hlutunum í verk og ég skorast ekki undan ábyrgð. Hlið sem vinir mínir og fjölskylda þekkja vel er að þegar sögð eru orð eða setningar sem ég tengi við lag eða textalínu þá vil ég byrja að syngja það lag við misjafnan fögnuð viðstaddra. Ég kann endalaust mikið af textum, en er ekki jafngóð að halda lagi í söng. Ég hef átt mestu, dýpstu og lengstu samræður við fjölskylduna mína á ferðalögum, sérstaklega þegar við erum að keyra saman, t.d. vestur í Súðavík. Á ferðalögum mínum hef ég oft tekið puttaferðalanga upp í og leyft þeim að koma með. Þannig kynntist ég t.d. fyrstu au pairinni sem var hjá okkur árið 2005, en þá var ég að keyra frá ráðstefnu á Geysi í grenjandi rigningu og bauð þremur þýskum ungmennum far. Vinir mínir segja mig góðan hlustanda og ráðgjafa. Hugmyndabanki Sveinu tekur til endalausra þátta í lífinu mínu, hvort sem það eru hugmyndir um matseld, ferðalög, aðferðir, hagræðingar, lögfræði, innkaup, ljóð, bókmenntir, íþróttir, rekstur eða ástina.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísafjarðardjúp þegar það er svartalognHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) í litlu bæjarfélagi á Vestfjörðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Snitzel með rjómasveppasósuHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er snillingur í að elda allan matUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Shoop shoop song (in his kiss) með Cher.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Senda ástarjátningar sms sem átti að fara á manninn minn í rangt símanúmer.Draumaferðalagið? Með Gizuri mínum í heimssiglingu með Cunard.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Í gæsun hjá vinkonu minni þegar henni var sagt að hún væri að fara á Útvarp sögu með mér að ræða trúmál.Hundar eða kettir? Kettir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Party með Peter Sellers.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Anna Svava Knútsdóttir.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ekki hugmynd, hef ekki séð myndina.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens.Uppáhalds bókin? Hugarfjötur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kaffi - uppáhaldsdrykkur alla daga.Uppáhalds þynnkumatur? Er aldrei þunn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Skíði.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eye of the Tiger.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Merkingar á gangbrautum.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Hallbera landsliðskona, af því að mér finnst líka maturinn á Wok on góður.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir leiðir lista Borgarinnar okkar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Mitt stærsta verkefni í lífinu er að vera mamma og stjúpa barnanna minna. Ég legg mig fram við það verkefni eins og ég legg mig fram í vinnu minni, að vera hreinskilin, ákveðin og traust. Ég hræðist ekki að taka af skarið og koma hlutunum í verk og ég skorast ekki undan ábyrgð. Hlið sem vinir mínir og fjölskylda þekkja vel er að þegar sögð eru orð eða setningar sem ég tengi við lag eða textalínu þá vil ég byrja að syngja það lag við misjafnan fögnuð viðstaddra. Ég kann endalaust mikið af textum, en er ekki jafngóð að halda lagi í söng. Ég hef átt mestu, dýpstu og lengstu samræður við fjölskylduna mína á ferðalögum, sérstaklega þegar við erum að keyra saman, t.d. vestur í Súðavík. Á ferðalögum mínum hef ég oft tekið puttaferðalanga upp í og leyft þeim að koma með. Þannig kynntist ég t.d. fyrstu au pairinni sem var hjá okkur árið 2005, en þá var ég að keyra frá ráðstefnu á Geysi í grenjandi rigningu og bauð þremur þýskum ungmennum far. Vinir mínir segja mig góðan hlustanda og ráðgjafa. Hugmyndabanki Sveinu tekur til endalausra þátta í lífinu mínu, hvort sem það eru hugmyndir um matseld, ferðalög, aðferðir, hagræðingar, lögfræði, innkaup, ljóð, bókmenntir, íþróttir, rekstur eða ástina.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísafjarðardjúp þegar það er svartalognHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) í litlu bæjarfélagi á Vestfjörðum.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Snitzel með rjómasveppasósuHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er snillingur í að elda allan matUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Shoop shoop song (in his kiss) með Cher.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Senda ástarjátningar sms sem átti að fara á manninn minn í rangt símanúmer.Draumaferðalagið? Með Gizuri mínum í heimssiglingu með Cunard.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Í gæsun hjá vinkonu minni þegar henni var sagt að hún væri að fara á Útvarp sögu með mér að ræða trúmál.Hundar eða kettir? Kettir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? The Party með Peter Sellers.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Anna Svava Knútsdóttir.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ekki hugmynd, hef ekki séð myndina.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens.Uppáhalds bókin? Hugarfjötur.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kaffi - uppáhaldsdrykkur alla daga.Uppáhalds þynnkumatur? Er aldrei þunn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Skíði.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eye of the Tiger.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Merkingar á gangbrautum.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Hallbera landsliðskona, af því að mér finnst líka maturinn á Wok on góður.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira