Tíu daga spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi leiðindum í veðri Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2018 10:58 Tíðin hefur verið íbúum á suðvesturhorni landsins erfið. Vísir/Vilhelm Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar. Veður Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Leiðinda tíðin sem hefur reynt verulega á þolrif Íslendinga í maí mánuði er hvergi nærri á undanhaldi. Spálíkön Veðurstofu Íslands ná tíu daga fram í tímann en gangi þau eftir verður hér suðvestan átt og leiðindi fram yfir næstu helgi. Þetta gerist í maí mánuði sem er venjulega þurrasti og bjartasti tíminn á meðalári. Frá heimskautasvæðinu norður af Ameríku streymir kalt loft yfir hlýrra loft yfir Atlantshafinu. Það veldur því að lægðirnar myndast suðvestur af landinu sem valda þessari sunnan og vestlægum áttum sem hafa streymt yfir landið undanfarnar vikur. „Það er eiginlega bara sagan um þessar mundir og við sjáum ekki mikið fram á endann á þessu,“ segir Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gangi spárnar eftir verður hitafar svipað og hefur verið undanfarið og má þess vegna búast við éljagangi langt fram eftir maí. Theodór segir að venjulega séu norðlægar áttir ríkjandi á vorin en þær hafi ekki látið sjá sig að ráði. Veðrið hefur því verið nokkuð leiðinlegt á suðvesturhorni landsins en landshlutar sem eru í skjóli frá suðvestan áttinni hafa notið mun betra veðurs í maí, þar á meðal Norður- og Austurland. Á morgun má búast við suðaustanátt, 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast sunnanlands en snýst í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu seinni partinn. Víða rigning, talsverð á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 10 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag (hvítasunnudagur):Sunnan- og suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Rigning eða skúrir, en snjókoma til fjalla. Þurrt norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig, mildast á norðausturhorninu.Á mánudag (annar í hvítasunnu):Suðvestan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti breytist lítið.Á þriðjudag:Suðaustan 8-15 m/s og rigning á köflum sunnan- og vestanlands, en hægari vindur og víða bjart veður norðanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:Útlit fyrir stífa suðaustan- og sunnanátt og vætusamt veður, en úrkomulítið norðanlands og fremur hlýtt þar.
Veður Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira