Voru vondaufir um björgun á jöklinum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. maí 2018 19:11 Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur. Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira
Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Afar slæmt veður var á jöklinum fyrripart nætur og þurftu mennirnir að grafa sig í fönn. Björgunarsveitarmenn komu með ferðamennina tvo til Hornafjarðar um klukkan eitt í dag en þá höfðu þeir verið á ferðinni frá því um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að þeir fundust.Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað.Björgunarfélag Hornafjarðar.Mennirnir sendu frá sér neyðarboð um kvöldmatarleitið í gær þar sem þeir voru staddir undir Grímsfjalli. Þeir höfðu verið á fjallinu í um viku tíma og ætlað sér að ganga yfir jökulinn. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun á vefnum safetravel.is. Um fimmtíu manna björgunarhópur var sendur af stað með undanfara á vélsleðum í broddi fylkingar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði að aðstæður á jöklinum hafi verið afar slæmar en ferð vélsleðamanna hafi þó sóst nokkuð vel. Þurftu þeir þó að bíða af sér veðrið í um eina og hálfa klukkustund í skála við Grímsvötn. Við leitina uppgötvaðist að stórt snjóflóð hafði fallið úr Grímsfjalli og líklegt að mennirnir hefðu lent undir því. Eftir að veður hafði lægt var farið til leitar og fundust mennirnir í um kílómetra fjarlægð frá skálanum við Grímsvötn. Þeir höfðu þá grafið sig í fönn.Mennirnir voru vondaufir um björgun á jöklinum.Björgunarfélag HornafjarðarVoruð þið báðir vissir um að ykkur yrði bjargað? „Nei! Við settum samt ferðaáætlun á www.safetravel.is. Við vissum að neyðarboðin myndu skila sér,“ sagði Alpar Katona, fjallgöngumaður. Í snjóflóðinu töpuðu þeir nær öllum búnaði sínum. Eins og gefur að skilja voru þeir afar ánægðir þegar björgunarsveitarmenn fundu þá. „Það var magnað. Við reyndum að sofa en skyndilega heyrði ég fótatak. Þá varð ég vongóður,“ sagði Zoltan Azenasi, fjallgöngumaður. Svo sáum við mennina. Frá þeirri stundu gátum við slakað á,“ sagði Alpar. Aðgerðarstjóri hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar sagði í samtali við fréttastofu í dag að mennirnir tveir hafi brugðist hárrétt við þeim aðstæðum sem þeim voru komnir í. Þeir hafa hug á að halda ferðalagi sínu áfram en ætla bíða með að fara á jökulinn aftur.
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Sjá meira