Lægðin sendir kalt loft yfir landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:12 Margir þurftu að skafa á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið í dag. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Kópavogi í morgun. VÍSIR/VILHELM Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig. Samgöngur Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira