Lífið

Dómararennslið gekk vel hjá Ara

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Mikið álag var á íslenska hópnum í dag og heldur það áfram á morgun.
Mikið álag var á íslenska hópnum í dag og heldur það áfram á morgun.
Ari Ólafsson steig á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flutti lagið Our Choice í dómararennslinu.

Vægi rennslisins er jafn mikið og þegar Evrópubúar gefa sín atkvæði á fyrra undanúrslitakvöldinu á morgun. Ari var annar í röðinni á sviðið í kvöld og verður það einnig á morgun.

Ari flutti lagið í tvígang í höllinni í dag. Fyrr í dag á æfingu sem gekk vel en þegar þessi 19 ára söngvari steig á sviðið í dómararennslinu sjálfu í kvöld hitti hann algjörlega í mark og negldi flutninginn.

Í blaðamannahöllinni í Lissabon var töluverð ánægja með flutning Ara meðal erlendra blaðamanna en stóra kvöldið er á morgun þegar öll Evrópa fylgist með og þarf íslenski hópurinn að treysta á atkvæði frá Evrópubúum. Talið er að 300 milljónir horfi á útsendinguna á morgun. 

Hér að neðan má sjá umfjöllun um Ara Ólafsson á YouTube rás Eurovision. 


Tengdar fréttir

Júrógarðurinn: Sérfræðingar spá í spilin

Ari Ólafsson kemur fram á dómararennslinu í Eurovision í Lissabon í kvöld en hann gekk bláa dregilinn við MAAT listasafnið í borginni í gær og síðan er komið að stóru stundinni annað kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.