Ari fyrir stóru stundina: „Get ekki beðið, þetta verður æðislegt“ Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar 8. maí 2018 16:00 „Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal. Eurovision Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Ég er alveg rosalega vel stemmdur og hlakka alveg ofboðslega mikið til,“ segir Ari Ólafsson sem stígur á sviðið í Altice höllinni í Lissabon í Portúgal í kvöld og flytur lagið lagið Our Choice í fyrri undanúrslitariðlinum. Evrópa mun gefa sín atkvæði í kvöld og ræðst þá hvort Ari Ólafsson og íslenski hópurinn komist áfram í úrslitin sem fram fara á laugardagskvöldið. Ari er sáttur með hvernig gekk á dómararennslinu í gær. „Þetta var í raun minn besti flutningur á þessu lagi frá upphafi. Vonandi geri ég eins í kvöld og þá get ég farið glaður heim.“ Ara er farið að líða betur og betur á sviðinu i Altice-höllinni. „Krafturinn í fólkinu á sviðinu með mér er ótrúlegur og þetta verður eitthvað í kvöld. Ég er í raun ekkert stressaður. Dagurinn í gær var yndislegur, og núna veit maður allt sem maður þarf að vita. Ég get ekki beðið, þetta verður æðislegt.“Þórunn Erna Clausen er spennt fyrir kvöldinu.Þórunn Erna Clausen er lagahöfundur lagsins Our Choice og syngur einnig í bakraddarsveit Ara Ólafssonar. Hún segir að það sé komin mikil orka í allan hópinn. „Við erum mjög vel stemmd en það er auðvitað alveg fiðringur í maganum, ég get ekki neitað því. Það var gott að fara vel í gegnum þetta í gær og núna í dag líður okkur ennþá betur,“ segir Þórunn og bætir við að dómararennslið í gær hafi gengið mjög vel. „Það er rosalega góð orka í hópnum og mikill kærleikur. Við knúsumst bara, öndum saman og róum okkur þannig. Ég get ekki sagt að við séum að fara yfir um úr stressi, það líður öllum mjög vel.“ Hér að neðan má sjá viðtöl við þau Ara Ólafsson og Þórunni Ernu Clausen.Ítarlega verður fjallað um Eurovision í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem komið verður við í Eurovision-partýi og púlsinn tekinn í Portúgal.
Eurovision Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira