Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Ari Ólafsson stígur á svið í undankeppni Eurovision nú rétt á eftir og freistar þess að koma Íslandi áfram í úrslitin á laugardaginn. Í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30 verður rætt við Ara og Þórunni Clausen, höfund lagsins, og sýnt frá stemningu í Eurovision-partýum landsmanna.

Í fréttatímanum ræðum við líka við þjónustufulltrúa sem sögðu upp störfum í Hörpu vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan laun forstjórans hækkuðu, en forstjórinn, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur nú óskað eftir afturvirkri launalækkun. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.