Áfellisdómur Eyfa og Siggu Beinteins: „Algjörlega steindautt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2018 10:51 Hópur Íslands á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi. Vísir/Getty Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Reynsluboltarnir Eyjólfur Kristjánsson og Sigríður Beinteinsdóttir segja Ara Ólafsson hafa staðið sig vel á sviðinu í Lissabon í gærkvöldi þótt framlag Íslands, Our Choice, hafi ekki komist áfram í úrslitin. Þau eru hins vegar sammála að atriði Íslands hafi verið steindautt og ekkert að gerast. „Hann stóð sig frábærlega en ég er persónulega ekki hrifin af því hvernig þau sviðsettu atriðið. Það var ekkert að gerast þarna,“ segir Sigga sem var í fararbroddi fyrir Ísland í Eurovision á tíunda áratugnum. Hafnaði í fjórða sæti 1990 og sjöunda sæti tveimur árum síðar.Sigga Beinteins er reynslubolti þegar kemur að Eurovision. Henni fannst atriðið steindautt.Vísir/ErnirMeiri hreyfing hjá Stebba og Eyva 1991 Eyfi tók undir með Siggu en þau voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari hefði sýnt á sviðinu að ekkert væri að trufla hann, pilturinn kynni að syngja og Þórunn Erna Clausen að semja lög. „Hann var algjörlega „blanco“ þessi performans. Ekki söngurinn heldur fyrir augað. Það gerðist bara ekki neitt,“ segir Eyfi. Bakraddirnar hafi gengið til Ara í lok atriðisins sem var Eyfa ekki að skapi. „Þau hefðu mátt sleppa því.“ „Það var engin grafík,“ sagði Sigga. Greinilegt að þau Eyfi voru allt annað en sátt við nýtinguna á sviðinu og hreyfingarleysið. Ari Ólafs ræddi gærkvöldið í viðtali við Vísi að keppninni lokinni.„Þau ætluðu að nota andlitið hans mikið. Það var mikið af close-up skotum,“ segir Sigga. Sum skotin hafi verið óþægilega nálægt Ara. „Ég held þau hafi bara ákveðið að gera ekki neitt,“ segir Eyfi. Allt skipti máli þessar þrjár mínútur. „Það var meiri hreyfing á okkur Stebba 1991,“ sagði Eyfi. „Þetta var algjörlega steindautt.“Stebbi og Eyvi í Nínugöllunum sínum.Vísir/VilhelmFannst vanta karl í kynningarteymið Aðspurð hver beri ábyrgð bendir Sigga á íslenska teymið. Þar fara fremst í flokki lagahöfundurinn Þórunn Erna Clausen, leikstjórinn Arnór Pálmi Arnarsson og framleiðandinn Ragnar Santos. Sigga var sömuleiðis ekki hrifin af kynnum kvöldsins sem hafi misst sig í fimmaurabröndurum sem enginn hafi hlegið að. Þá saknaði Eyfi þess að það væri karl í kynningateyminu sem fjórar konur skipuðu. Þau voru sammála um að í Ara Ólafssyni væri að finna frábæran söngvara sem ætti framtíðina fyrir sér.Gagnrýni Eyfa og Siggu í Bítinu má heyra í klippunni hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. 9. maí 2018 07:46
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31