Konur dvelja lengur en áður í Kvennaathvarfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 13:00 Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kynnti áform um byggingu nýs húsnæðis á fundi Íbúðalánasjóðs. Byggingin verður fjármögnuð með stofnframlögum. Vísir/Sigtryggur Ari Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira