„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Þórdís Valsdóttir skrifar 21. apríl 2018 15:02 Dagur B. Eggertsson kynnti konsningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. Vísir/Ernir „Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax,“ var meðal þess sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurborg boðaði sem stefnumál flokksins. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar í Gamla bíó fyrr í dag. Dagur sagði að umræðan um Borgarlínu og Miklubraut í stokk yrði eitt af lykilatriðunum. Hann segir að flokkurinn vilji byggja nútímalega borg og þróa þétta borg þar sem öll hverfi eru áhugaverð og með þjónustu. „Hröð gegnumstreymisumferð verður neðanjarðar á meðan ofanjarðar verður borgarlína, hæg umferð bíla, gangandi og hjólandi, minni mengun og minni hávaði og miklu betra mannlíf.“Boða 500 íbúðir í fyrsta áfanga og 500 til á kjörtímabilinuHúsnæðismálin eru og verða ein megin áskorun þeirra sem koma til með að stjórna borginni á næsta kjörtímabili og sagði Dagur að það skipti „gríðarlegu máli að jafnaðarmenn komi að verki“. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við vildum leggja höfuðáherslu á leigu- og búseturéttaríbúðir. Við hétum því að koma á stað 2500 til 3000 slíkum íbúðum innan fimm ára, það mun ganga eftir, en við tökum líka eftir því að þrátt fyrir þessi áform hefur markaðurinn ekki komið inn og mætt ungu fólki og fyrstu kaupendum. Þess vegna setjum við núna fram áætlun um hagkvæmt húsnæði og áætlun fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á áhugaverðum svæðum í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og Stýrimannaskólanum. Við byrjum á 500 íbúðum í fyrsta áfanga og 500 til innan kjörtímabilsins,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Dagur sagði að honum þætti dapurlegt að sveitarfélögin í „kraganum“ og sveitarfélög um allt land myndu láta Reykjavíkurborg vera eina um það að Reykjavíkurborg vera eina um það að endurreisa verkamannabústaðakerfið með verkalýðshreyfingunni, að byggja stúdentaíbúðir með stúdentahreyfingunni, að byggja íbúðir fyrir eldri borgara með samtökum eldri borgara, að úthluta lóðum fyrir búseturéttaríbúðir. „Vonandi verðum við ekki líka ein í því að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur vegna þess að kæru vinir, þetta er og verður samfélagslegt verkefni og á að vinnast sem samfélagslegt verkefni og þannig viljum við vinna það.“ Leikskólapláss fyrir 12-18 mánaða börnÞriðja stóra áherslumálið hjá Samfylkingunni í Reykjavík er, að sögn Dags, að halda áfram vinnu við að „brúa bilið“. „Á næstu fjórum árum ætlum við að fara í þetta og klára leikskólamálin niður í 12 til 18 mánaða því að það er jafnaðarstefna.“ Borg fyrir allaDagur sagði að tryggja þurfi að Reykjavík verði borg fyrir alla, meðal annars með því að gera öllum börnum kleift að stunda íþróttir og tómstundir án tillits til efnahags. „Við höfum verið að fjölga félagslegu húsnæði og lagt sérstaka áherslu á jöfn tækifæri barna og ungmenna en við viljum halda þessu áfram. Það eru ekki öll börn sem fá tækifæri til frístunda og listnáms og við sjáum þetta sérstaklega í tónlistarnámi. Þess vegna er eitt af stóru verkefnunum á næsta kjörtímabili að efla skólahljómsveitirnar, að opna æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfunum, efna til tilraunaverkefna með hverfakóra, að auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttagreinar og að tryggja að þetta sé í boði án tillits til efnahags. Þetta er eins og skólastarfið sjálft ótrúlega mikilvægt nesti til framtíðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningaáherslur sínar Kosið verður í borginni þann 26. maí. 21. apríl 2018 12:15